21.11.1955
Efri deild: 20. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í C-deild Alþingistíðinda. (1688)

97. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Í forföllum hv. frsm. fjhn. um þetta mál vil ég aðeins taka það fram, að n. hefur athugað frv. og leggur til, að það verði samþ. óbreytt. Þetta frv. er aðeins um að gera skýrari ákvæðin um það, hvaða skemmtanir skuli vera undanþegnar skemmtanaskatti, en veruleg efnisbreyting er það ekki frá núgildandi lögum. Hæstv. menntmrh. gerði grein fyrir þessu máli við 1. umr. og skýrði það, við hvað væri átt, og sé ég ekki ástæðu til að bæta þar við.

Einn nefndarmanna í fjhn., hv. 4. þm. Reykv., var ekki viðstaddur, þegar n. afgreiddi málið, og ber því vitanlega ekki ábyrgð á nefndarálitinu.