28.03.1956
Sameinað þing: 52. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í D-deild Alþingistíðinda. (2462)

194. mál, lán fyrir Ólafsfjarðarkaupstað til raforkuframkvæmda

Frsm. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Í till. þessari, sem borin er fram af þingmönnum Eyfirðinga, er lagt til, að ríkisstj. verði heimilað að ábyrgjast lán fyrir Ólafsfjarðarkaupstað til raforkuframkvæmda, en lán þetta er fyrirhugað að taka með hliðsjón af því, að nú í sumar á að tengja kaupstaðinn við Skeiðsfossvirkjunina, og þarf að gera í sambandi við það margvíslegar breytingar á rafveitu kaupstaðarins, en hún er í eigu kaupstaðarins sjálfs, en ekki rafmagnsveitna ríkisins. Til þess að afla fjár í þessu skyni er talið óumflýjanlegt að fá ríkisábyrgð. Það er í samræmi við það, sem gert hefur verið fyrir aðra staði.

Fjvn. leggur einróma með því, að till. verði samþ. með þeirri breytingu, að aftan við tillgr. bætist, að ábyrgðarfjárhæðin fari ekki yfir 85% af heildarkostnaði við verkið, en það er hlutfall, sem venja hefur verið að ábyrgjast.