14.03.1956
Sameinað þing: 46. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í D-deild Alþingistíðinda. (2490)

25. mál, vélar og verkfæri til vega- og hafnargerða

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil af hálfu okkar flm. till. á þskj. 25 þakka hv. fjvn. fyrir þá athugun, sem hún hefur látið fram fara á því máli, sem till. fjallar um, og við flm. getum fallizt á það, að málið fái þá afgreiðslu, sem hv. fjvn. leggur til, þar sem við getum fallizt á þau rök, sem n. færir fram fyrir því, að eðlilegt sé, eins og á stendur, að afgreiða málið með þeim hætti.