09.03.1956
Neðri deild: 84. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (777)

180. mál, loftflutningar milli landa

Utanrrh. (Kristinn Guðmundsson): Herra forseti. Útbýtt hefur verið hér í d. frv. til l. um breyt. á l. nr. 41 25. maí 1949, um gildistöku alþjóðasamnings um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa. Ríkisstj. hefur ákveðið að leggja lagafrv. þetta fyrir Alþingi til samþykktar, þannig að ákvæði Varsjársamningsins frá 1929 um loftflutninga með breytingum gerðum í Haag 19:55 fái lagagildi hér á landi. Aðalbreytingin, sem gerð var á Varsjársamningnum í Haag í september 1955, er sú, að hámark bótaábyrgða flugfélaga fyrir hvern farþega hækkar úr 125 þús. gullfrönkum upp í 250 þús. gullfranka. Flugfélag Íslands h/f og Loftleiðir h/f hafa staðfest, að þau séu samþykk hækkun á bótaábyrgðinni. Þess er vænzt, að öll ríki, sem eru aðilar að Varsjársamningnum frá 1929, muni samþykkja breytingar þær á samningnum, sem hér er gert ráð fyrir.

Ég vil ekki fjölyrða frekar um frv. þetta að sinni, en leyfi mér að. vísa til athugasemdanna og leggja til, að málinu verði vísað til allshn. og 2. umr.