13.11.1956
Neðri deild: 15. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í B-deild Alþingistíðinda. (310)

8. mál, lán til togarakaupafyrir bæjarútgerð Reykjavíkur

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Þann 18. dag júnímánaðar í vor voru gefin út brbl. um heimild fyrir ríkisstj. til að ábyrgjast lán til togarakaupa fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. Með lögum þessum er stjórninni heimilað að ábyrgjast lán allt að 5 millj. og 100 þús. til kaupa á nýjum dieseltogara fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur í stað togarans Jóns Baldvinssonar. Er síðan tekið fram, að ábyrgð þessi, að viðbættum lánum og ábyrgðum, sem ríkissjóður veitir af vátryggingarfé togarans Jóns Baldvinssonar, megi ekki fara fram úr 85 af hundraði kostnaðarverðs nýja togarans, og síðan venjulegt ákvæði um það, að ábyrgðin sé háð því, að fullnægt sé skilyrðum, sem ríkisstj. setur.

Frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 8, er lagt fyrir þingið til staðfestingar á þessum brbl. Því var vísað til fjhn. til athugunar, og mælir nefndin með því, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.