28.05.1957
Neðri deild: 111. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í C-deild Alþingistíðinda. (3196)

115. mál, kostnaður við skóla

Frsm. meiri hl. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Menntmn. hefur haft þetta frv. til athugunar alllengi. N. er ljóst, að fjárhagsaðstaða þeirra skóla, sem frv. tekur til, er að ýmsu leyti erfið, og n. er það kunnugt, að athugun fer fram á þessum málum á vegum ríkisstj., og má vænta þess, að till. verði gerðar af hálfu ríkisstj. um lausn á þessu máli á næsta reglulegu Alþ. Meiri hl. menntmn. vill því afgreiða þetta frv. með hinni rökst. dagskrá, sem prentuð er á þskj. 663, og þar með leggja áherzlu á, að á næsta reglulegu Alþ. verði þetta mál tekið til gagngerðrar athugunar.