20.12.1956
Neðri deild: 39. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í B-deild Alþingistíðinda. (628)

90. mál, skemmtanaskattsviðauki

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. í frv. þessu er farið fram á, að heimilað verði á næsta ári svo sem undanfarin ár að innheimta skemmtanaskatt með viðauka, þ. e. með 200% álagi á kvikmyndasýningar og af öðrum skemmtunum með 20% álagi. Þó er gert ráð fyrir, að leiksýningar, hljómleikar o. fl. verði undanþegið álaginu, svo sem verið hefur.

N. hefur athugað þetta frv. og leggur einróma til, að það verði samþykkt.