10.12.1956
Efri deild: 26. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í B-deild Alþingistíðinda. (638)

6. mál, tollskrá o. fl.

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Eins og hv. frsm. n. tók fram, er n. á einu máli um að mæla með samþykkt frv. að meginefni til, en ágreiningur er um síðustu mgr. 1. gr. Hv. þm. Vestm. (JJós) og ég flytjum brtt. á þskj. 125 um að fella þá mgr. niður. Ég ætla, að þriðji nm., hv. 8. landsk. (BjörnJ), hafi ekki lýst því yfir í n., að hann væri fylgjandi því, að þessi mgr. stæði. Það er tekið fram í nál., að hann áskilji sér rétt til að fylgja brtt., og vildi bann ekki taka afstöðu í n., hvort hann væri með þessu eða á móti, heldur taka sér umhugsunarfrest, þannig að af þeim nm., sem þarna skrifa undir, er ekki nema frsm. einn, sem tók fram, að hann vildi þá þegar samþ. þessa síðustu mgr.

Það, sem er efni þessa máls, hefur nú hv. frsm. skýrt rækilega, en ágreiningurinn stendur um það eitt, hvort eigi að hækka öll aðflutningsgjöld frá gildandi lögum um 1% eða ekki. Í gildandi lögum er svo ákveðið, að af innflutningsgjöldunum skuli leggja 1% í sérstakan sjóð til byggingar tollstöðva í landinu. N. er öll á einu máli um, að þér er nauðsynjamál á ferð, og er brýn þörf á því að byggja og ætla fé til byggingar tollstöðva. En í stað þess að við hv. þm. Vestm. viljum halda okkur við gildandi lagaákvæði, að 1% af aðflutningsgjöldunum renni í þessu skyni til byggingar tollstöðva, fer stjórnarfrv. fram á það, að aðflutningsgjöldin séu hækkuð um 1% til þess að ná í ríkissjóðinn þessari hækkun, Við flm. þessarar till. á þskj. 125 höfum ekki heyrt nægilegan rökstuðning fyrir því, að þetta sé óhjákvæmilegt fyrir ríkissjóð. Nú má að vísu vera, að þetta sé ekki svo stórt atriði í allri þeirri súpu, sem kvað vera verið að matreiða fyrir landsmenn nú af hæstv. ríkisstj. og við líklega bráðlega fáum að bragða á næstu daga. En það væri þá rétt, ef um tollahækkanir á að vera að ræða, að það komi í þeirri súpu, en ekki sé verið að taka þannig út úr eitt og eitt atriði, eins og hér hefur verið gert. Það mun nema eitthvað á þriðju millj. króna, eftir því sem hv. frsm. upplýsti, sem þessi hækkun á aðflutningsgjöldunum yrði samtals, ef frv. yrði samþykkt.

Meginatriðið er sem sagt þetta: Við flm. brtt. erum samþykkir því að framlengja þessa tolla með gildandi álögum óbreytt frá því, sem er í þeim lögum, er nú gilda, en teljum ekki frambærilegt og erum andvígir því að hækka þau um 1%.