15.04.1958
Neðri deild: 78. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1555 í B-deild Alþingistíðinda. (1466)

162. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Landbn. hefur athugað þetta frv, og ber ekki fram neinar breyt. við það á þessu stigi málsins og leggur því til, að það verði samþykkt. En um leið vil ég geta þess, að í grg. um 2. gr. stendur, í næstneðstu línu, að sama máli gegni um hross yngri en þriggja vetra, þ.e., að það þurfi að fá undanþágu til þess að flytja þau út. En það er ekki rétt, vegna þess að 2. gr. frv. gerir ekki ráð fyrir því, að það þurfi neina sérstaka undanþágu, heldur er hámarksaldur hrossa, sem út eru flutt, 12 vetra, þ.e.a.s., að það megi flytja út hesta á aldrinum til allt að 12 vetra. Vil ég hér með leiðrétta þann misskilning, sem í grg. stendur og hef ég svo ekki að svo stöddu meira um þetta mál að segja.