11.12.1957
Efri deild: 36. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í B-deild Alþingistíðinda. (193)

69. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Hv. 2. þm. Árn. og ég skrifuðum undir nál. um mál þetta með fyrirvara, og var það tekið fram í n., að út af fyrir sig hefðum við ekki við þá leiðréttingu að athuga, sem stjórnarfrv. fer fram á.

Fyrirvarinn miðast við það, að við erum ekki sammála þeirri tekjuöflun, sem ákveðin var á síðasta þingi um fjáröflun til vísindasjóðs o.fl. Þá var svo ákveðið, að leggja skyldi aukagjald á alla aðgöngumiða kvikmyndahúsa og enn fremur á dansleiki. Þessi ákvæði virðast ekki hafa verið nægilega skýr, og er þetta frv, flutt til staðfestingar á þeim skilningi, sem ráðuneytið hefur haldið fram að réttur væri, en ekki verið viðurkenndur af öllum aðilum. Sem sagt þetta frv., sem hér liggur fyrir, er aðeins um að gera þessi ákvæði skýrari og staðfesta þann innheimtu-„praksis“, sem hafður hefur verið, og út af fyrir sig er ekkert við það að athuga. Fyrirvarinn miðar að hinu.

Í sambandi við þetta vil ég minnast á það, að nú hefur verið lagt fram frv. í Nd. á þskj. 133, flutt af hv. 1. þm. Reykv., sem miðar að því að breyta fjáröflun í þessu skyni, eins og gerð var grein fyrir á síðasta þingi, og skal ég ekki fara út í það mál frekar hér, en aðeins taka þetta fram til skýringar á þeim fyrirvara, sem ég og hv. 2. þm. Árn. gerum.