02.06.1958
Efri deild: 115. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í C-deild Alþingistíðinda. (2226)

176. mál, matreiðslumenn á farskipum

Eggert Þorsteinsson:

Herra forseti. Iðnn. þessarar deildar flutti þetta mál fyrir alllöngu, og var því að lokinni 3. umr. hér vísað til hv. Nd., en hefur nú tekið þar allmiklum breytingum. N. flutti þetta mál í upphafi að ósk ákveðinna samtaka hér á landi, Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna, en við þær breytingar, sem á því hafa verið gerðar í Nd., hafa þessi samtök aftur óskað eftir því, að hv. iðnn. hér tæki málið til athugunar á ný.

Ég hef rætt við nokkra af iðnn.-mönnum, og eru þeir mér sammála um að óska eftir því, að málinu verði á ný vísað til iðnn. þessarar deildar, jafnvel þó að það kunni að kosta það, að það fái ekki endanlega afgreiðslu þessa þings. — Það er sem sagt ósk mín hér, að málinu verði vísað til iðnn. á ný.