23.04.1958
Sameinað þing: 40. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 442 í D-deild Alþingistíðinda. (2884)

178. mál, Atómvísindastofnun Norðurlanda

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Að frumkvæði Norðurlandaráðsins var í fyrra komið á fót svonefndri Atómvísindastofnun Norðurlanda, sem hafa skyldi það hlutverk að annast samvinnu Norðurlanda á sviði atómvísinda. Það var ákveðið í upphafi, að Ísland skyldi gerast aðili að þessari stofnun, og á gildandi fjárl. er veitt fé til þess að greiða kostnaðarhluta Íslands af rekstrarkostnaði stofnunarinnar, sem eru 5 þús. sænskar krónur.

Nú hefur verið gengið frá sáttmála þessarar stofnunar, og í þessari till. er lagt til, að Alþ. veiti ríkisstj. heimild til þess fyrir Íslands hönd að fullgilda þennan sáttmála ásamt fjárhagssamþykkt vegna sáttmálans.

Að öðru leyti hygg ég að málið skýri sig sjálft og leyfi mér að óska þess, að till. verði vísað til hv. allshn. að lokinni þessari fyrri umr. málsins.