18.12.1957
Efri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í B-deild Alþingistíðinda. (296)

73. mál, kosningar til Alþingis

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Mér skildist á hæstv. forseta, þegar hann veitti hv. þm. N-Ísf. orðið hér áðan, að þá hefði hann í raun og veru verið búinn að slíta umr. Þetta er ekki rétt. Hæstv. forseti var byrjaður að segja: „Þá er umr.“ — þá kveður hv. þm. sér hljóðs. Ég vissi ekki, hvað fór fram milli hv. þm. N-Ísf. og forseta, áður en hann fékk leyfi til þess að víkja af fundi, en ég fullyrði, að hæstv. forseti var ekki búinn að slita umr., þegar hann kvaddi sér hljóðs.