14.05.1958
Sameinað þing: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (3104)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

Forseti (EmJ) :

Frá hæstv. forseta neðri deildar hefur mér borizt svo hljóðandi bréf:

„Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Ragnhildi Helgadóttur, 8. þm. Reykv.:

„Með því að ég mun ekki geta sótt þingfundi næstu tvær vikur, vil ég leyfa mér að óska þess, að 3. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Sveinn Guðmundsson forstjóri, taki sæti í minn stað á meðan.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Einar Olgeirsson, forseti neðri deildar. Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Mér hefur einnig borizt kjörbréf fyrir Svein Guðmundsson, og vil ég leyfa mér að gera hlé á fundinum, á meðan kjörbréfanefnd tekur kjörbréfið til athugunar. — [Fundarhlé.]