18.12.1957
Efri deild: 46. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1962 í B-deild Alþingistíðinda. (3141)

Þingfrestun og setning þings

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég ætla, að ég muni mæla fyrir munn allra hv. dm., er ég þakka hæstv. forseta einhuga og réttláta fundarstjórn, það sem af er þessu þingi, eins og vant er. Ég þakka líka hæstv. forseta fyrir góðar jólaóskir og aðrar góðar óskir í garð okkar deildarmanna og vil flytja honum sams konar góðar óskir um gleðileg jól og farsælt nýár og vona að hitta hæstv. forseta heilan á húfi aftur, næst er við mætumst hér eftir nýárið. Ég vil biðja hv. dm. að gefa þessum orðum áherzlu með því að standa upp. — [Dm. risu úr sætum.]