24.03.1958
Efri deild: 72. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (589)

100. mál, skattur á stóreignir

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Þessar umræður um málið hafa framkallað þá ósk hjá okkur deildarmönnum sumum hverjum, að við höfum mælzt til þess við forseta, að hann fengi betri og skýrari svör hjá hv. skattstjóra, en fyrir lágu í bréfi því, sem var hér fyrr við umræðuna lagt fram. Hæstv. forseti segir núna, að hann geti ekki ábyrgzt, að þessi svör liggi fyrir, þegar málið verður tekið næst. Hann hefur að vísu haft þau orð um áður, en þrátt fyrir það gert sitt bezta til að fá þessi svör fram, og ég treysti honum fyllilega í þessu efni, en vil mælast til þess, að hann reyni að sjá svo til, að svör skattstjórans liggi fyrir, þegar málið verður næst tekið á dagskrá. Ég ber fullt traust til hæstv. forseta í því efni.