11.05.1959
Sameinað þing: 47. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1982 í B-deild Alþingistíðinda. (2472)

Þingrof

Forsrh. (Emil Jónsson):

Herra forsetl. Forseti Íslands hefur í dag gefið út svo hljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Þar eð Alþingi, 781. löggjafarþing, hefur samþykkt frv. til stjórnskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 17. júní 1944, ber samkvæmt 79. gr. stjórnarskrárinnar að rjúfa Alþingi og stofna til almennra kosninga.

Samkvæmt þessu er Alþingi hér með rofið frá og með 28. júní 1959. Jafnframt ákveð ég, að almennar kosningar til Alþingis skuli fara fram þann dag, sunnudaginn 28. júní 1959.

Alþingi, er nú situr, mun verða slitið, er það hefur lokið störfum.

Gjört í Reykjavík, 11. maí 1959.

Ásgeir Ásgeirsson.

Emil Jónsson.

Forsetabréf um þingrof og almennar kosningar til Alþingis 28. júní 1959.“

Á 52. fundi í Sþ., 14. maí, las forseti svofellt yfirlit um störf þingsins:

Þingið hefur staðið frá 10. okt. 1958 til 14. maí 1959, alls 217 daga.

þingfundir hafa verið haldnir:

Í neðri deild ................. 128

efri deild . ............ 123

sameinuðu þingi............. 52

Alls 303 þingfundir

Þingmál og úrslit þeirra:

I. Lagafrumvörp.

1. Stjórnarfrumvörp:

a. Lögð fyrir neðri deild ... 19

b. — — efri deild .... 26

c. — — sameinað þing 2

47

2. Þingmannafrumvörp:

a. Borin fram í neðri deild . 45

b. — — — efri deild . . 23

68

115

Í flokki þingmannafrumvarpa

eru talin 22 frv., sem nefndir fluttu, þar af 17 að beiðni einstakra ráðherra.

Úrslit lagafrumvarpa urðu þessi:

a. Afgreidd sem lög:

Stjórnarfrumvörp .... 25

Þingmannafrumvörp .. 24

alls 49 lög

b. Frv. til stjórnskipunarlaga

samþykkt:

Þingmannafrumvarp ........ 1

c. Felld:

Þingmannafrumvörp . .... 2

d: Afgr. með rökst. dagskrá:

Þingmannafrumvörp . ...... 4

e. Vísað til ríkisstjórnarinnar:

Stjórnarfrumvarpi ........ 1

Þingmannafrumvörpum .2

3

f. Ekki útrædd:

Stjórnarfrumvörp ........ 21

Þingmannafrumvörp ... 35

56

15

II. Þingsályktunartillögur:

Bornar fram í sameinuðu þingi ... 49

Þar af:

a. Ályktanir Alþingis . . .. 24

b. Vísað til ríkisstjórnarinnar .1

c. Ekki útræddar .......... 24

49

III. Fyrirspurnir:

Allar bornar fram í sameinuðu þingi, 11, en sumar eru fleiri saman á þingskjali, svo að málatala þeirra er ekki nema .. . . . .. .. 7

Allar voru fyrirspurnir þessar ræddar.

Mál til meðferðar í þinginu alls . 171

Tala prentaðra þingskjala ...... 549

Síðan mælti