21.04.1959
Efri deild: 105. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í B-deild Alþingistíðinda. (374)

125. mál, almannatryggingar

Frsm. (Alfreð Gíslason):

Herra forseti. Hv. heilbr.- og félmn. hefur athugað þetta frv. og mælir einróma með, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir. Frv. er flutt af hæstv. ríkisstj. og er afleiðing af gerðum samningi milli Landssambands íslenzkra útvegsmanna og sjómannasamtakanna, sem gerður var 3. jan. s. l., en þá var svo ákveðið á milli þessara aðila, að þeir skyldu beita sér fyrir því við ríkisstj. og Alþingi, að breyting yrði gerð á yfirstandandi Alþingi á tryggingalöggjöfinni til hækkunar slysabóta sjómannatryggingarinnar um 100%.

Þetta er það, sem felst í frv. og annað ekki og ég tel ekki ástæðu til að fara um það fleiri orðum.