03.06.1960
Efri deild: 94. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3056 í B-deild Alþingistíðinda. (1202)

175. mál, Háskóli Íslands

Ólafur Jóhannesson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins láta í ljós, að ég get alveg fallizt á þá breyt., sem gerð hefur verið á frv. í Nd., sem sé að nýtt prófessorsembætti verði ekki stofnað í viðskiptafræðum, fyrr en fé er veitt til þess á fjárlögum. Ég tel á engan hátt óeðlileg vinnubrögð að binda stofnun embætta því skilyrði. Ég vildi mega vænta þess, að hv. Alþingi fylgi þeirri venju framvegis.

Ég efast ekki um, að hæstv. ríkisstj., sem var búin að samþykkja það að stofna til þessa embættis, eftir því sem hæstv. menntmrh. lýsti yfir í dag, muni beita sér fyrir fjárveitingu á næstu fjárlögum.