28.01.1960
Sameinað þing: 9. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3642 í B-deild Alþingistíðinda. (1808)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Svofellt bréf hefur borizt frá hæstv. forseta Nd.:

„Neðri deild, 28. jan. 1960. — Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá Einari Ingimundarsyni, 4. þm. Norðurl. v.:

„Það tilkynnist yður hér með, herra forseti neðri deildar, að ég mun ekki vegna embættisanna geta mætt til þingsetu fyrst um sinn. Eru það tilmæli mín, að Jón Pálmason bóndi, Akri, 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jóhann Hafstein, forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“ — [Fundarhlé.]