29.02.1960
Sameinað þing: 19. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3644 í B-deild Alþingistíðinda. (1818)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þann 28. októbermánaðar s.l. gaf yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis út kjörbréf til handa Sigurði Bjarnasyni sem fyrsta varaþingmanni Sjálfstfl. í því kjördæmi. Kjörbréfanefnd hefur athugað þetta kjörbréf og hefur ekkert við það að athuga, mælir með því, að það verði tekið gilt. Og til frekari áherzlu vil ég segja það sem frsm. nefndarinnar:

Á varamönnum er vaxandi trú, vonirnar hafa þeir með sér. Sigurður vinur er sigurviss nú, sæti tekur að nýju hér.