08.04.1960
Neðri deild: 67. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3670 í B-deild Alþingistíðinda. (1957)

Þinghlé

forseti (JóhH):

Þá er dagskráin tæmd og þar með er lokið störfum neðri deildar nú fyrir páskahelgina, þar sem gert er ráð fyrir, að hlé verði á fundum þingsins fram yfir páska. Ég vil leyfa mér að óska öllum hv. þm. gleðilegrar páskahátíðar, og sérstaklega óska ég þeim, sem vitað er að fara muni heim, góðrar heimkomu og að þeir megi njóta páskahátíðarinnar á heimilum sínum og með fjölskyldum sínum. Að lokum óska ég þess svo, að við megum allir að hátíðinni lokinni hittast heilir til starfa að nýju.