13.02.1960
Neðri deild: 30. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (2031)

48. mál, efnahagsmál

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég tel, að þetta sé svo sjálfsagt atriði, að hvaða ríkisstj. sem situr að völdum reyni samkomulag milli launþega og framleiðenda um stöðvun vísitöluhækkunar á milli kaupgjalds og verðlags, að það sé alveg óþarfi að setja það í lög, og segi ég því nei.