19.02.1960
Efri deild: 25. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1083 í B-deild Alþingistíðinda. (2069)

48. mál, efnahagsmál

Magnús Jónsson:

Herra forseti. Ég tel brýna nauðsyn bera til, að þetta vandamál verði tekið til sérstakrar athugunar. Þar sem það er hins vegar ákveðið í frv. þessu, að útflutningssjóður hætti störfum, nema hvað snertir uppgjör eldri skuldbindinga, enn fremur er ekki í till. gert ráð fyrir fjáröflun til bótagreiðslunnar og ekki er fært að fresta afgreiðslu frv., þar til nauðsynleg athugun þessa vandamáls hefur farið fram, segi ég nei.