27.05.1960
Sameinað þing: 54. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í D-deild Alþingistíðinda. (2769)

177. mál, skaðabætur vegna endurbóta á vegakerfi landsins

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Á þskj. 337 er till. til þál. um sjálfvirka símstöð á Akranesi, er hv. þm. Daníel Ágústínusson flutti, meðan hann átti sæti hér á Alþ. Till. þessi fjallar um það, að ríkisstj. hlutist til um, að landssíminn komi upp sjálfvirkri símstöð á Akranesi á næsta ári.

Eins og kunnugt er, hefur sjálfvirkt símakerfi verið hér á landi í 3 áratugi. Var það fyrst hér í Reykjavík, en hefur síðan breiðzt út til Akureyrar og Keflavíkur. Ekki þarf orðum að því að eyða, hvað þessi þjónusta er eftirsótt og greiðir fyrir öllum viðskiptum og skapar mikil þægindi.

Næsti áfangi í þessum málum, að því er ég bezt veit, mun vera Akranes, Borgarnes, Vestmannaeyjar og að tengja Akureyri og Reykjavík saman. Eftir þessum áföngum er beðið með mikilli óþreyju, sér í lagi á Akranesi, sem nú á í smiðum símahús, sem verður lokið á þessu ári. Það var skoðun Akurnesinga, að þegar símahúsið væri tilbúið, mundi sjálfvirka símakerfið einnig verða tekið í notkun. Þessu hefur seinkað nokkuð, og hefur það valdið þeim verulegum vonbrigðum.

4 fundi bæjarstjórnar Akraness þann 20. jan. s.l. var samþ. till. um að skora á landssímann að hefja framkvæmdina sem allra fyrst.

Enda þótt vitað sé, eins og ég gat um áðan, að að því er stefnt að koma þessu verki í framkvæmd, er till. fram borin til þess að ýta á framkvæmd málsins, því að með viljayfirlýsingu hér 8 hv. Alþ. um áskorun til ríkisstj. um að hlutast til um, að framkvæmdinni verði hraðað, er treyst á það, að málið verði leyst fyrr en ella.

Ég legg svo til, herra forseti, að umr. verði frestað og málinu vísað til hv. fjvn.