14.11.1960
Efri deild: 21. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1701 í B-deild Alþingistíðinda. (1618)

Fyrirspurninr um stórnarráðstafanir

Finnbogi R. Valdimarsson:

Herra forseti. Hæstv. dómsmrh, blandar saman algerlega óskyldum atriðum, að ég hafi rætt um, hvernig við ættum að snúast við vopnuðu ofbeldi brezkra vígdreka, og þessu atviki. Ég hef ekki skýrt frá því, að hér hafi verið að verki brezkt herskip, sem hafi hótað að skjóta niður okkar varðskip, eins og áður hefur gerzt. Ég var ekki að tala um það. En ég tek til greina að svo stöddu þessar yfirlýsingar hæstv. dómsmrh., að hann viti ekkert um þetta og að þá hvíli ábyrgðin á yfirforingja landhelgisgæzlunnar. En ég endurtek: Ég skora á hæstv. dómsmrh. og krefst þess í nafni þingheims vegna þess, hvernig öll mál standa nú, að Alþ. verði gefin skýrsla um þetta atvík eins fljótt og skýrslu er unnt að fá um það.