17.01.1961
Sameinað þing: 31. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1745 í B-deild Alþingistíðinda. (1675)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf fyrir varaþm. 8. landsk. alþm., Alfreðs bæjarfógeta Gíslasonar, og er það út gefið 9. nóv. 1959. Sá varamaður, sem hér kemur til greina, er Jón Kjartansson sýslum. í Vík í Mýrdal, sem er 2. landsk. varaþm. Sjálfstfl., og þar sem fyrsti varamaður flokksins landskjörinn, Sigurður Bjarnason, er nú á þingi, þá er hér ekki um neinn vafa að tala. Kjörbréfanefnd er sammála um að mæla með því, að þetta kjörbréf verði tekið gilt, og býður okkar gamla og virðulega sýslumann velkominn hingað í okkar hóp.