01.03.1961
Sameinað þing: 43. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1160 í D-deild Alþingistíðinda. (3148)

191. mál, vistheimili fyrir stúlkur

Fyrirspyrjandi (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Árið 1955 var breytt lögum nr. 29 frá 9. apríl 1947, um vernd barna og ungmenna, þannig: „Hefja skal þegar undirbúning að stofnun og rekstri vistheimilis fyrir stúlkur. Ríkisstj, er heimilt að leita eftir hentugu húsnæði, sem til kann að vera, fyrir vistheimilið og, gera samning um afhendingu þess og afnot. Enn fremur er henni heimilt að taka til þessara nota húsnæði, sem ríkið á eða hefur umráð yfir. “

Eftir að þessi lög höfðu verið samþykkt, var skipuð nefnd til þess að athuga húsnæði, sem nota mátti, eða benda á stað, sem heppilegur væri til þess að byggja á nýtt heimili. Skilaði sú nefnd ýtarlegu nál. Síðan urðu svo stjórnarskipti, og skilst mér, að sú hæstv. ríkisstj., sem þá tók við, hafi skipað nýja nefnd í málið og síðan hafi lítið eða ekkert verið gert í málinu, og því hef ég leyft mér að bera fram spurningar á þskj. 368, svo hljóðandi: „1) Hvað liður undirbúningi að stofnun og rekstri vistheimllið fyrir stúlkur samkv. 1. nr. 20 16. apríl 1955? 2) Hve margar íslenzkar stúlkur hafa verið sendar á erlend vistheimili síðan 1956, og hve margar dveljast þar nú?“ Er mér kunnugt um, að það var tekinn upp sá háttur að senda stúlkur út í staðinn fyrir að hafa þær hér heima. Væri því fróðlegt að fá að vita um, hve margar stúlkur eru erlendis á slíkum heimilum. 3) Eru til nokkrar skýrslur um það, hve margar stúlkur þurfi heimilisvist, og ef svo er, þá hverjar?“ Í sambandi við þessa spurningu vil ég leyfa mér að benda hæstv. ráðh. á, til að fyrirbyggja allan misskilning, að það er ekki spurt um það, hverjar séu stúlkurnar, sem þurfi vist, heldur hverjar séu skýrslurnar, sem fyrir hendi eru. „4) Hvað hyggst ríkisstj. gera til þess að framkvæma fyrrnefnd lög frá 1955? Ég veit, að hæstv. menntmrh., sem hefur með þessi mál að gera, mun hafa kynnt sér þessi mál og er sjálfsagt kunnugur því, hvar skórinn kreppir hér að, og vænti ég því að fá svör við þessum spurningum nú á þessum fundi.