27.03.1962
Neðri deild: 77. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1305 í B-deild Alþingistíðinda. (1036)

13. mál, ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi

Frsm. meiri hl. Jóhann Hafstein):

Hæstv. forseti. í umr. hér í gær innti hv. 3. þm. Norðurl. e. eftir því, hvort hægt væri að gefa upplýsingar um, hve miklu mundi nema að krónutölu útflutningsgjaldið, 2/3 hlutar, af framleiddum sjávarafurðum frá því í febr. 1960 og þar til gengisbreytingin varð á s.l. sumri, sem ætti að endurgreiða, og þá einnig hlutatryggingasjóðsgjald af sömu vörum, en eins og fram kemur í frv., eru þetta 2/3 af útflutningsgjaldinu.

Eftir upplýsingum Seðlabankans frá því í desember voru birgðir sjávarafurða í landinu 31. ágúst s.l. 937 millj. kr., og það er á þessar birgðir, sem kemur 6% útflutningsgjald, en af því eiga að endurgreiðast. Það eru sem sagt 4% af þessari upphæð, og það eru nálægt 37 millj. kr., sem þá mundu endurgreiðast af útflutningsgjaldi á sjávarafurðum framleiddum á þessum tíma og líklega eitthvað á milli 6 og 8 millj. kr. hækkun, sem á að fara í hlutatryggingasjóðinn, útflutningsgjaldið, sem þangað á að renna.

Þá kom fram í umr. í gærkvöld aths. við 8. gr., sem á rökum var reist, að par þyrfti að gera á breytingu, og það er í prentun brtt. til leiðréttingar þar. í 2. mgr. er talað um endurgreiðslu til útflytjenda á greiddum hlutatryggingasjóðsgjöldum af síldarafurðum og öðrum gjaldskyldum sjávarafurðum, framleiddum á tímabilinu 16. febr. 1960 til 31. júlí 1961, en útfluttum eftir gildistöku þessara laga, þar er átt við útfluttum eftir gildistöku brbl. sennilegast. Þessi ruglingur hefur komið inn vegna ákvæðis 7. gr., sem er að vissu leyti hliðstætt, þar sem talað er um, að allir, sem flytja út sjávarafurðir frá gildistöku þessara laga, skuli greiða þriðjung útflutningsgjalds af þeim, um leið og útflutningsgjöld eru afgreidd, o.s.frv. En það ákvæði var í brbl. og er til staðfestingar á brbl. Hins vegar kemur þetta ákvæði um endurgreiðslu til útflytjenda vegna gjalds til hlutatryggingasjóðs inn sem nýmæli eða breyting, sem fjhn. flutti að beiðni ríkisstj., og mundi þess vegna verða frá gildistöku þessara laga, eins og þar stendur, og þá mundi þetta ekki koma til framkvæmda fyrr en frv., sem nú liggur fyrir, yrði að lögum, en það á auðvitað við um allan tímann, frá því að brbl. tóku gildi. Brtt. er þess vegna um það, að í stað þessara orða: „en útfluttum eftir gildistöku þessara laga,“ í 8. gr. komi: en útfluttum eftir 3. ágúst 1961, Þ.e. frá beim degi, sem brbl. tóku gildi. Þessari brtt. verður útbýtt hér innan stundar.

Um brtt. hv. 1. Þm. Norðurl. v. á þskj. 505 skal ég ekki fjölyrða. Ég vil þó aðeins segja Það, að mér finnst það óviðkomandi þeirri gengisbreytingu, sem átti sér stað í sumar, og ráðstöfunum vegna hennar að taka inn ákvæði um greiðslu gengishalla, sem tilteknir stofnlánasjóðir hafa orðið fyrir eftir 1. jan. 1960. Það hefði þá sannarlega átt heima í gengisbreytingalögunum, sem afgreidd voru í febrúarmánuði 1960. Þegar þar við bætist varðandi landbúnaðarsjóðina, að til meðferðar er hér í þinginu frv., sem leysir þeirra vanda miklu betur að mínum dómi en Þetta eitt, þó að gengishallinn yrði borgaður af þeim reikningi, sem hér er um að ræða, því að það er séð fyrir framtíðarþörfum þessara sjóða, þá finnst mér af þessum ástæðum, að þessi brtt. eigi engan rétt á sér.

Um hinar brtt. skal ég ekki fjölyrða. Það er ósköp eðlilegt, að það séu nokkuð skiptar skoðanir um það, sem par um ræðir, og um hæð útflutningssjóðsgjaldsins. Ég vék að því í minni framsöguræðu og held, að það sé ekki fleira á þessu stigi málsins, sem ég þarf að taka fram.