04.04.1962
Neðri deild: 83. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1388 í B-deild Alþingistíðinda. (1128)

210. mál, Samvinnubanki Íslands hf.

Frsm. (Birgir Kjaran):

Hæstv. forseti. Fjhn. hv. d. hefur haft þetta mál til meðferðar og rætt það á einum fundi. Hún hefur borið það saman við lög um Verzlunarbanka Íslands, sem fjalla um svipað efni, og sýnist þetta frv. vera í meginatriðum sama eðlis.

N. hefur á þessu þingi og áður haft nokkur frv. til meðferðar frá ríkisstj. um bankamál og um sum þeirra orðið ágreiningur, en um þetta frv., eins og um Verzlunarbankann, hefur orðið algert samkomulag. Nm. sýnist svo, að verksvið Samvinnusparisjóðsins sé orðið svo víðtækt, að bankaformið henti þar betur, bæði þær fjárhæðir, sem þar fara í gegnum, og sömuleiðis eðli þeirra viðskipta, svo að n. er á einu máli um að mæla með því, að þetta verði samþykkt, og leggur til, að frv. verði samþykkt óbreytt.