26.03.1962
Efri deild: 70. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1468 í B-deild Alþingistíðinda. (1202)

155. mál, verkamannabústaðir

Frsm. minni hl. (Alfreð Gíslason læknir):

Herra forseti. Þetta stjfrv. til l. um verkamannabústaði felur í sér allmargar breyt. frá gildandi 1. Að vísu eru flestar breyt. smávægilegar og skipta ekki miklu máli að öllum líkindum.

n., sem hefur endurskoðað þessi l. og skilað þeim brtt., sem hér í felast, virðist hafa lagt nokkra áherzlu á að fella niður talsvert úr l. eins og þau eru nú. Ég skal aðeins minna á örfá atriði, sem hniga í þessa átt.

Með frv. er lagt til, að fellt verði niður 150 þús. kr. árlegt framlag ríkissjóðs, sem verið hefur fast undanfarin ár. Þá er lagt til, að fellt verði niður ákvæði um heimild til stofnunar innlánsdeilda í sambandi við byggingarsjóð verkamanna. Það er einnig lagt til, að fellt verði niður ákvæði um, að byggingarfélag verkamanna skuli reist á samvinnugrundvelli. Það er lagt til, að skipting lánsfjár í lánaflokka, A, B og C, að ákvæðið um þá skiptingu verði fellt burt. Þá er lagt til, að ákvæði í lögum um ársvexti af lánum verði fellt niður. Og loks skal ég nefna, að lagt er til í þessu frv., að fellt verði niður ákvæði um, að bygging íbúða skuli jafnan boðin út. Það ákvæði hefur staðið í lögunum a.m.k. nokkur ár, en nú á það að falla í burtu, án Þess að nokkur skýring sé gefin á þeirri till.

Ég er ekki að rekja þetta af þeirri ástæðu, að ég mótmæli öllum þessum niðurfellingum úr gildandi 1. Mörg þessara ákvæða eru í sjálfu sér góð. En sé það rétt, að þau hafi haft litla raunhæfa þýðingu, með því að þau hafa ekki verið framkvæmd á undanförnum árum, þá má segja, að jafngott sé, að þau falli burt. Tölulega séð má segja, að meginhluti tili. endurskoðunarnefndarinnar sé fólginn í þessum niðurfellingum, og hvað sem annars má um þær segja, niðurfellingarnar, þá felst að sjálfsögðu ekki í þeim neitt jákvætt spor fram á við hvað þessa mikilvægu löggjöf snertir.

Ég vil aðeins geta þess strax, að niðurfellingu ákvæðisins um, að bygging íbúðanna sé jafnan boðin út, er ég algerlega mótfallinn, og ég verð að játa, að ég skil ekki, hvað liggur að baki þeirri till, endurskoðunarnefndarinnar. Eitt meginatriði í þessum lögum er að hafa ýmiss konar ákvæði í þeim, sem í framkvæmd miða í þá átt að gera verkamannabústaði ekki aðeins sem hentugasta og hollasta, heldur einnig sem ódýrasta. Þetta ákvæði um útboð bygginga miðar ótvírætt að því að gera byggingarkostnaðinn sem minnstan. Ég held, að víðast hvar erlendis muni slíkt ákvæði standa í samsvarandi löggjöf eða reglugerð, talið sjálfsagt, að bygging íbúða sé boðin út, þegar svipað stendur á og hér, og ég hygg, að erlendis mundi það valda hneykslun og skapa tortryggni garð endurskoðenda að stinga upp á, að slíku ákvæði væri sleppt.

Við hv. 1. þm. Norðurl. e. flytjum þrjár brtt. við þetta frv., og ein till. fjallar einmitt um Þetta, að ákvæðið um útboð íbúðabygginga verði tekið á ný inn í frv.

Megintill. endurskoðunarnefndarinnar, meginbreytingin í þessu frv., má segja að felist í 3. gr. Þar er lagt til, að sú breyt. verði gerð, að sú árlega upphæð, sem sveitarsjóðir greiði, hækki úr 24 kr. minnst upp í 40 kr. og að framlag ríkissjóðs hækki að sama skapi. Hér er gerð tilraun til þess að auka tekjur byggingarsjóðs verkamanna, og er ekki vanþörf á. Hingað til hafa tekjur þessa sjóðs verið mjög litlar, 2 millj., og komizt upp í 3 millj. síðasta ár. Að sjálfsögðu er Þetta algerlega ófullnægjandi. Ég gizka á, að ef vel væri að þessum lögum staðið, þá þyrfti að veita um 100–150 lán á ári, og sé reiknað með hámarksláni eins og það er hugsað í þessu frv., þá þyrftu árlegar tekjur byggingarsjóðsins að vera 100–150 millj. kr. á ári. Má af þessu sjá, hversu mjög skortir á, að þessi sjóður hafi þær tekjur, sem hann þarf á að halda. Því miður er ekki að vænta mikillar aukningar á tekjum byggingarsjóðsins, þótt þessi árgjöld sveitarfélaganna og ríkissjóðs hækki eins og í frv. er ákveðið. Ég hef heyrt gizkað á, að það geti hækkað tekjur sjóðsins sem svarar því, að þær hækki úr 3 millj. upp í 5-6 millj. Meiri er aukningin ekki. Þetta er að sjálfsögðu algerlega ófullnægjandi. Við hv. 1. þm. Norðurl. e. leggjum til í okkar brtt., að þessar tekjur hækki nokkuð frá því, sem hugsað er í frv., með því að ríkissjóður greiði helmingi hærra árgjald en sveitarfélögin. Það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að leggja á sveitarfélögin. Ríkisvaldið hefur gert það á undanförnum árum og áratugum að leggja ýmsar fjárhagsbyrðar á sveitarfélögin, og það eru takmörk fyrir, hvað hægt er að halda lengi áfram þá braut. Sveitarfélögin hafa takmarkaðar tekjuöflunarleiðir og undir mörgu að standa. Öðru máli gegnir um ríkissjóð. Það ætti ekki að vera þungt álag á hann, þótt þetta tillag yrði tvöfalt á við framlög sveitarfélaga. Gallinn er aðeins þessi, að einnig þessi till. nær of skammt. Að vísu mundu tekjur byggingarsjóðs verkamanna við það hækka um 2–3 millj., en það er, eins og ég tók fram áðan, einnig allt of lítil viðbót.

Það er mjög brýnt fyrir þennan sjóð að afla sér fjár í stórum stíl, og þá kemur varla til greina önnur leið en lánaleiðin. Byggingarsjóður verkamanna verður að taka stór lán til aukinnar starfsemi sinnar. Það virðist ekki óeðlilegt, þegar rætt er um lán til að byggja verkamannabústaði, að augum sé rennt til atvinnuleysistryggingasjóðs. Ég teldi vera mjög hæfilegt og eðlilegt, að leitað væri til atvinnuleysistryggingasjóðs um stór lán með góðum vaxtakjörum handa byggingarsjóði verkamanna. Ég hefði viljað ætlast til þess, að hæstv. ríkisstj. hefði verið búin að athuga lánamöguleika nú þegar og getað tilkynnt Alþ. niðurstöður slíkrar viðleitni. Það skiptir auðvitað miklu máli, þegar rætt er frv. til l. um verkamannabústaði, að sem bezt sé gengið frá fjármálunum, enda gæti það haft áhrif á meðferð Alþ. á málinu að vita, hvort nokkur von væri til fjárframlaga til viðbótar, svo að nokkru næmi.

Það skiptir auðvitað mjög miklu máli, þegar rætt er um lán til íbúðabygginga, hvernig lánakjörin eru. Í l. um verkamannabústaði, eins og í þessu frv., er gert ráð fyrir því, að lán fyrir íbúðabyggingar séu veitt til margra ára, til 42–75 ára. Þetta eru góð kjör hvað lengd lánanna snertir. En hvernig er hugsað fyrir vaxtakjörunum? Þar er að mínum dómi ekki eins vel séð fyrir málum, og mér finnst, að þar muni talsvert aftur á bak, sé litið á gildandi lög. Í l. um verkamannabústaði hefur a.m.k. í mörg ár verið lögð áherzla á, að ársvextir af lánunum væru lágir. Á árunum 1946–55 voru ársvextir aðeins 2%, 1955 voru þeir hækkaðir upp í 31/2 %, og svo hélzt, þar til viðreisnarstjórnin tók við, það var á árinu 1960, en þá stórhækkuðu þeir, þeir hækkuðu úr 31/2% upp í 6%, og í 6% hafa þeir haldizt síðan. Þetta er að sjálfsögðu með öllu ótækt og verður að breytast. Hugsum okkur láglaunamann, sem hefur 65–70 þús. kr. árstekjur. Hann hefur fengið lán til að koma sér upp 4 herbergja íbúð, og hann hefur fengið hámarkslán 300 þús. kr. Af þessu láni verður hann að borga á ári 18 Þús. kr. í ársvexti að viðbættum ómakslaunum og afborgunum af láninu. Slík íbúð kostar nú vart undir hálfri millj. kr. Þessi maður verður því að taka sér lán til viðbótar einhvers staðar annars staðar, því að sjálfur má hann ekki eiga nema 150 Þús. kr. í mesta lagi. Það er Því ekki djúpt tekið í árinni, þótt því sé haldið fram, að Þessi maður verði að borga um 30 Þús. kr. á ári í vexti og afborganir af sinni íbúð. Og Þetta er fjölskyldumaður, sem hefur 65–70 Þús. kr. árstekjur. Það er auðvelt að sjá það í hendi sér, að Þetta er of Þung byrði, svo Þung, að mig undrar, að nokkur skuli láta sér detta í hug að bjóða slíkt. Úr Þessu mætti strax bæta nokkuð með því að lækka vextina, a.m.k. úr 6%, eins og Þeir eru nú, og niður í 3% — eða helzt 2%. Þetta er knýjandi nauðsyn.

Ég vil finna að Því, að í Þessu frv. er gert ráð fyrir, að vextir af lánum séu ekki lögákveðnir. Þeir hafa verið lögákveðnir alla tíð, frá því að lög voru fyrst sett um verkamannabústaði og allt til ársins 1960. Allan Þann tíma hafa ársvextir af lánum byggingarsjóðs verkamanna verið lögákveðnir. En nú skal því hætt. í stað Þess á Seðlabankinn að ákveða vextina í samráði við ríkisstj. Ég trúi hinu háa Alþ. miklu betur fyrir Þessum hlutum, og Það hefur löggjafinn gert fram að þessu. Ef það hefur betur þótt fara svo áður, Þá er ekki síður Þörf á Því nú. Í till. okkar hv. 1. þm. Norðurl. e. er gert ráð fyrir Því, að vextir af lánum byggingarsjóðsins verði áfram ákveðnir í lögum, og Þar til tekið, að Þeir skuli ekki vera hærri en 3%.

Ég skal nú ekki hafa um Þetta efni fleiri orð. Ég hef nokkuð gagnrýnt frv. og um leið gert grein fyrir brtt., sem við flytjum við Það til nokkurra bóta á því, sem okkur finnst miður fara í Þessu frv. En áður en ég lýk máli mínu, langar mig til að fara örfáum orðum um brtt., sem hv. meiri hl. heilbr.- og félmn. flytur, en meiri hl. í Þeirri hv. n. leggur til, að frv. verði samþ. með 4 smávægilegum breyt. Ég hef í raun og veru ekki mikið við Þessar brtt. meiri hl. að athuga, en vildi þó aðeins minnast á tvær eða Þrjár af Þeim.

Í fyrsta lagi langar mig til að spyrjast fyrir um Það hjá hv. meiri hl. n., hvort í 1. tili. n. á Þskj. 420 felist aðeins orðalagsbreyting eða efnisbreyting. Það er till. á þskj. 420, brtt. við 6. gr., að í stað orðanna „Þeim félagsmönnum, sem fullnægja skilyrðum 4. tölul. Þessarar gr.“ í 1. tölulið komi: löglegum félagsmönnum. Mér er ekki grunlaust um, að hér sé um verulega efnisbreyt. að ræða. Og Þá efast ég um, að n. hafi athugað það, að um efnisbreyt., en ekki aðeins orðalagsbreyt. er að ræða.

2. till., b-lið, um hækkun á tekjuhámarki úr 60 Þús. upp í 65, er ég samþykkur.

Um 3. till., sem er um Það, að í stað orðanna „vísitölu framfærslukostnaðar“ komi: breytingar á kaupgjaldi almennra verkamanna langar mig til að fara aðeins nokkrum orðum. Hér er um Það að ræða, að Þær upphæðir, sem nefndar eru í þessum tölulið 6. gr., hámarkstekjur lánþeganna og hámarkseign Þeirra, Þessar tölur skuli breytast í samræmi við vísitölu framfærslukostnaðar. Þannig hefur Þetta verið og Þannig er Þetta í þessu frv. Nú finnur meiri hl. hv. heilbr.- og félmn. snögglega upp á Því að breyta Þessu. Það má ekki lengur miða við vísitölu framfærslukostnaðar, heldur á að miða við eitthvað annað, og Þá er gripið til Þess að miða við breytingar á almennu kaupgjaldi verkamanna. Mig grunar, hvað hér liggi á bak við. Vísitala framfærslukostnaðar er að verða hjá hv. stjórnarsinnum ekki ósvipuð snöru í hengds manns húsi. Þeir mega helzt ekki orðið heyra Þetta nefnt, síðan Þeir rufu kaupgjaldsgreiðslur úr tengslum við vísitöluna, og má vera, að orsökin sé slæm samvizka. Um önnur rök fyrir Þessu veit ég ekki. En ég vil benda á, að vísitala framfærslukostnaðar er miklu öruggari og nákvæmari viðmiðun heldur en breytingar á almennu kaupgjaldi verkamanna. Dýrtíð getur aukizt svo, að kaupmáttur t.d. 80 Þús. kr. verði jafn og kaupmáttur 65 Þús. kr. er nú, og Þar fyrir ekkert víst eða gefið, að kaupgjald verkamanna hafi hækkað samsvarandi á sama tíma. En ég hygg, að öllum sanngjörnum mönnum fyndist rétt með slíkri dýrtíð að hækka Þá hámarkseign og Þær hámarkstekjur, sem láglaunamaðurinn má hafa til Þess að geta notið lána úr sjóðnum. Ég tel þetta mjög óheppilega till. og vil fastlega mælast til Þess, að hv. meiri hl. heilbr.- og félmn. athugi Þetta mál betur.

Síðasta till. meiri hl. n. fjallar um það, að ef maður hefur átt íbúð í tíu ár, Þá megi hann njóta hækkunar á verði allrar íbúðarinnar, ef hann greiðir lánið upp. Ég vil fyrst finna aðeins að orðalaginu. Það stendur, að ef maður hefur átt íbúð í tíu ár, má hann njóta verðhækkunar á verði allrar íbúðarinnar. Þetta minnir mig á, að einhvern tíma var sagt, að góð blöð væru góð. En Þetta er nú aðeins orðalagsatriði. Það er fleira við þessa till. að athuga. Siðasta málsgr. 4. gr. l. er á Þessa leið: „Heimilt er lántakendum að greiða byggingarlán að fullu. hvenær sem Þeir óska Þess.“ í frv. er gerð hér svolítil viðbót við. Það er bætt við: „en ekki skal Það hafa áhrif á söluverð íbúða skv. 8. tölul. 6. gr.“ Um Þessa viðbót segir í aths. á þessa leið: „Í gr. Þessari eru ákvæði um heimild lántakenda til að greiða byggingarlán að fullu, hvenær sem þeir óska. Þetta er svo í lögum nú, en sú hætta hefur verið talin fylgja Þessari heimild, að menn neyttu hennar beinlínis til Þess að geta fengið hærra söluverð fyrir íbúðir sínar skv. matsreglum laganna. Til að taka af tvímæli og koma í veg fyrir slíka misnotkun er hér í frv. nýtt ákvæði, er kveður svo á, að ekki megi greiðsla lánsins fyrir gjalddaga hafa áhrif á söluverð íbúðar skv. 8. tölul. 6. gr.

Hér kemur sem sagt fram í Þessu frv. mjög virðingarverð viðleitni til Þess að koma í veg fyrir misnotkun í sambandi við sölu Þessara íbúða. En hvað skeður Þá? Þá skeður Það, að meiri hl. hv. heilbr.- og félmn. kemur með till., sem skerðir Þetta aftur, á Þann veg, að misnotkun skal liðast eftir 10 ár. Þar sem endurskoðunarmenn vildu koma í veg fyrir, að ákvæði laganna um sölu íbúða yrðu misnotuð, það vill meiri hl. n. þó ekki láta ná lengra en fyrstu 10 árin.

Þetta finnst mér mjög athugavert við síðustu brtt. á Þskj. 420. Því ekki að láta Það gilda áfram, Það ákvæði, sem var í l. og er í frv., að viðbættu ákvæði, sem nýtt er í frv. og einmitt miðar að því að koma í veg fyrir misnotkun aðstöðu við sölu þessara íbúða?

En við þetta bætist annað, sem ég hef aths. við að gera. í frv., 6. gr., 8. lið, er síðasta málsgr. á þessa leið, með leyfi hæstv. forseta: „Ef íbúðin er að dómi borgarlæknis Reykjavíkur eða héraðslæknis utan Reykjavíkur orðin heilsuspillandi vegna fjölskyldustærðar, er heimilt að víkja frá ákvæðum þessarar gr. um verðhækkun íbúðar með samþykki félagsstjórnar og félmrh.“

Hér er gerð undantekning, sem að mínum dómi er þess verð að samþykkjast. En hvað gerir svo meiri hl. hv. heilbr.- og félmn.? Hann vill afnema þetta og nema það burt. En í staðinn fyrir þessa málsgr. vili hann fá inn misnotkunarákvæðið, svo að ég noti orðalag grg., um að maður megi njóta verðhækkunar á verði allrar íbúðarinnar eftir 10 ár. Ég hefði talið, að það hefði verið óþarft að nema málsliðinn í burtu, sem fyrir er í frv., síðasta málsliðinn, og nær hefði þá verið að hnýta þessum nýja málslið meiri hl. aftan við tölulið 1. Ég vil nú mælast til þess við hv. meiri hl. heilbr.- og félmn., að hann endurskoði þetta.

Ég vil aðeins í þessu sambandi ljúka máli mínu með því að nefna eitt dæmi um það, sem hér er aðhafzt. Hugsum okkur, að sex manna fjölskylda fari í nýja verkamannaíbúð. Eftir 4–5 ár getur sama fjölskylda verið orðin 10 manns og Íbúðin þess vegna henni orðin heilsuspillandi. í slíku tilfelli var það ætlun frumvarpshöfunda, að leyfa mætti undanþágu frá verðhækkunarreglunni. En með brtt. meiri hl. verður það ógerningur þessari fjölskyldu. Hún fær ekki að njóta verðhækkunar frekar en aðrir og því aðeins að hún sé búin að búa a.m.k. 10 ár í íbúðinni.