20.11.1961
Efri deild: 19. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í C-deild Alþingistíðinda. (2665)

41. mál, jarðgöng á þjóðvegum

Frsm. minni hl. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið, varð samgmn. ekki sammála um afgreiðslu þessa máls. Meiri hl. hefur gert grein fyrir sinni afstöðu. Afstaða minni hl. kemur fram á þskj. 97, og hef ég raunar ekki miklu við það að bæta. Einn nm. var ekki viðstaddur afgreiðslu málsins. En ástæðan til þess, að ég gat ekki skrifað undir nál. meiri hl., er einungis sú, eins og fram kom raunar hér áðan, að öll vegamál eru nú í endurskoðun hjá sérstakri nefnd samkvæmt þál. frá í fyrra hér á Alþingi, og ég tel, að á þessu stigi málsins verði að gera ráð fyrir því, að sú nefnd skili áliti og allsherjartillögum og frv. um vegi á breiðum grundvelli, áður en þessu þingi lýkur, og að því er snertir jarðgöng, þó að ekki séu til lagaákvæði um þau í eldri lögum, þá mun það nú vera almennt viðurkennt, að það sé nauðsynlegt og sjáifsagt að taka inn í vegalög ákvæði um jarðgöng. Og í grg. þeirri, sem fylgdi þáltill., sem ég og nokkrir fleiri þingmenn lögðu fram á Alþingi í fyrra og var samþykkt, er beint talað um það, að þeirri nefnd sé ætlað að fjalla um lagaákvæði snertandi jarðgöng.

Ég get tekið það fram, að í sjálfu sér er ég málinu hlynntur að því leyti, að það verði tekin upp ákvæði um jarðgöng í vegalög ot; þeim áætlað fé eins og öðrum vegum á einhvern hátt. En ég held, að það sé ekki tímabært að semja lagaákvæði nú um þessi efni, sem svo kannske verður að einhverju leyti meira eða minna breytt við endanlega afgreiðslu vegalaganna og af þeirri einu ástæðu taldi ég ekki tímabært að lögfesta nú þetta frumvarp.

Ég álít, að það gangi í aðalatriðum í rétta átt, að ríkið styrki eða kosti jarðgöng á þjóðvegum, því að það er í mörgum tilfetlum vafalaust hagkvæmasta vegabót að fara í gegnum hæðir eða fjöll, ellegar jafnvel í sumum tilfellum að fara undir ár með göng í stað þess að brúa þær, eins og nú mun vera tíðkað allvíða erlendis.

Ég hef ekki lagt fram neina tillögu í þessu máli, en mun leggja fram tillögu, áður en málið verður afgreitt í deildinni.