12.04.1962
Neðri deild: 90. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 240 í C-deild Alþingistíðinda. (2684)

41. mál, jarðgöng á þjóðvegum

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja hér umr., en ég vildi bara vekja athygli á yfirlýsingu hv. 2. þm. Vesturl. um það, þegar hann skoraði á þm. strjálbýlisins að standa að því á næsta þingi, að fjárframlög til samgöngumála í landinu yrðu stóraukin. Ég fagna þessari yfirlýsingu, og mér er það fullkomlega ljóst, að hv. þm. mun standa við hana, þegar að því kemur, að til framkvæmdar hennar kemur, og ég treysti því einnig eins og hann, að aðrir hv. þm. standi að því, að fjárframlög til samgöngubóta verði stóraukin á næsta Alþ. Ég lýsi sérstaklega ánægju minni yfir því, að formaður hv. samgmn. skyldi gefa svo ánægjulega yfirlýsingu.