11.10.1961
Sameinað þing: 1. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 331 í B-deild Alþingistíðinda. (326)

1. mál, fjárlög 1962

Forseti (FS):

Samkvæmt þingsköpum fer umræða þessi þannig fram, að fyrst tekur hæstv. fjmrh. til máls og flytur framsöguræðu og ræðutími hans ekki takmarkaður, en síðan verða fluttar allt að hálfrar stundar ræður af hálfu annarra þingflokka en ráðherrans og í þessari röð: Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur. Að lokum á fjmrh. rétt á að flytja stundarfjórðungs svarræðu. Umræðan hefst nú með því, að hæstv. fjmrh., Gunnar Thoroddsen, tekur til máls.