21.03.1962
Sameinað þing: 44. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í D-deild Alþingistíðinda. (3748)

306. mál, gjald af innflutnings- og gjaldeyrisleyfum

Fyrirspyrjandi (Þórarinn Þórarinsson):

Herra forseti. Í 10. gr. laga um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála frá 20. maí 1960 segir svo:

„Innheimta má af gjaldeyris- eða innflutningsleyfum allt að 1% leyfisgjald af fjárhæð þeirri, sem leyfið hljóðar um. Af gjaldi þessu skal allt að helmingur eftir nánari ákvörðun ríkisstj. ganga til bankanna til að standa straum af kostnaði við úthlutun leyfa, en að öðru leyti skal því varið til greiðslu á kostnaði við verðlagseftirlitið:

Fsp. mín hljóðar um, hverjar tekjur bankanna urðu á siðasta ári af þessu gjaldi og hvernig þeim tekjum hafi verið ráðstafað.