08.04.1963
Efri deild: 69. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1253 í B-deild Alþingistíðinda. (1204)

227. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft þetta mál til meðferðar. Því var til hennar vísað eftir 1. umr., og eins og nál. þau og brtt., sem útbýtt hefur verið, bera með sér, hefur n, ekki getað náð samstöðu um afgreiðslu málsins að öllu leyti. Við þrír, sem að meirihlutaálitinu á þskj. 562 stöndum, mælum með samþykkt frv. með brtt. þeim, sem n. flytur sem heild á þskj. 566, og þeim brtt., er meiri hl. flytur á þskj. 567. En þeir hv. 1. og 5. þm. Norðurl. e. hafa skilað sérálitum og flytja frekari brtt.

Með tilliti til þess skamma tíma, sem n. hefur haft til umráða til athugunar á þessu viðamikla frv., gefur það auga leið, að hún hefur ekki getað framkvæmt svo ýtarlega athugun á því sem æskilegt væri. Að n. hefur þó tekizt að ljúka starfi sínu á svo skömmum tíma sem raun er á, er að þakka sérstakri lipurð og vilja til þess að hraða störfum af hálfu einstakra nm., og á þetta ekki sízt við um hv. fulltrúa stjórnarandstæðinga í n. En vegna þess, hve n. hefur haft skamman tíma til starfa, getur hún hvorki sem heild né einstakir nm. ábyrgzt það, að skekkjur, sem kunna að hafa verið í frv., er það var lagt fyrir, tæknilegs eðlis eða af öðrum toga spunnar, hafi verið leiðréttar. En það er nú í rauninni ekkert nýtt, að þegar svo tæknileg mál sem þetta frv. eru lögð fyrir Alþingi, þá verður meira að treysta á sérfræðinga þá, sem unnið hafa að samningu frv., fremur en því, að þn. geti athugað þau svo gaumgæfilega sem æskilegt væri. En þetta frv. er, svo sem hv. þdm. er kunnugt, samið af hinum hæfustu mönnum, sem allir njóta almenns trausts, og gefur það að mínu áliti hina beztu fáanlegu tryggingu fyrir því, að afgreiðsla þessarar löggjafar verði Alþ. ekki til minnkunar, þó að meðferð þess í þinginu verði óhjákvæmilega yfirborðskenndari en æskilegt er. Vafalaust mun þó reynslan af framkvæmd laganna leiða í ljós, að einstökum atriðum þarf að breyta síðar, en svo hlýtur ávallt að verða, þegar slík löggjöf er sett.

Eins og fram kemur í nál. meiri hl., hafa n. borizt allmörg erindi, einkum frá iðnfyrirtækjum, með óskum um breytingu á einstökum tollaákvæðum. Hefur n. leitað um þau öll álits þeirra sérfræðinga, er frv. sömdu. Hefur verið komið til móts við sumar þessar óskir í brtt. þeim, er n. flytur sameiginlega á þskj. 566, en aðrar hefur n. ekki séð sér fært að taka til greina, oftast vegna þess, að sérfræðingarnir töldu slíkt koma í bága við þau grundvallarsjónarmið, er frv. væri byggt á. Ég vil þó geta þess á þessu stigi málsins, að eitt erindi, sem n. barst, kom svo seint fram, að ekki vannst tími til nægilega gaumgæfilegrar athugunar á því, áður en n. skilaði áliti, og er væntanleg brtt. að gefnu tilefni vegna þessa erindis, sem annaðhvort mun koma fram skrifleg við þessa umr. eða við 3. umr. málsins. Ég mun annars ekki þreyta hv. þdm. með því að gera nánari grein fyrir einstökum brtt. n., nema fram komi óskir um skýringar við þær frá einstökum hv. þm.

Í n. hafði svo verið talað um, að n. flytti sameiginlegar till. um tæknilegar lagfæringar og samræmingar, er gerðar væru í samráði við sérfræðingana, m.a. að gefnu tilefni vegna erinda þeirra, er borizt hefðu, enda miðuðu slíkar till. ekki til hækkunar tollaákvæða og ekki væri heldur um það að ræða, að einstakir nm. hefðu áhuga á því að flytja brtt., er lengra gengju. Hagstofustjóra var svo falið að forma þessar brtt., og fékk ég þær frá honum eftir hádegi s.l. laugardag. En svo illa vildi til, að tveir hv. nm. voru fjarstaddir á þingfundi þann dag, og var ég því settur í þann vanda að þurfa að ákveða það, hvort einstakar brtt. féllu undir það, sem hafði verið talað um að n, flytti sameiginlega, eða þær yrðu fluttar af meiri hl. n., því að frekari dráttur mátti þá ekki verða á prentun þskj., ef fylgja átti áætlunum um meðferð málsins hér í hv. d. Hafi ég í þessu efni farið út fyrir þann ramma, sem um var talað, þannig að einhverjir einstakir hv. nm. telji sig ekki geta fylgt þeim brtt., er standa fyrir reikning n. allrar, þá væri þar um að ræða óviljaverk af minni hálfu, sem ég veit að hlutaðeigandi hv. nm. munu virða til betri vegar með tilliti til aðstæðna.

Það er ein till., sem sérstaklega er e.t.v. ástæða til þess að minna á, af því að þannig hefur tekizt til, að hún er flutt bæði af fjhn. í heild og einnig af hv. 5. þm. Norðurl. e., en þessi till. er um það, að tollur á púðursykri verði felldur niður. Þetta er þannig til komið, að erindi með beiðni í þessa átt ásamt fleiru hafði borizt til stjórnarráðsins, en ekki verið sent n., en sérfræðingar þeir, sem unnu að samningu frv., voru því meðmæltir, að þetta væri gert, og tók ég þetta því upp í till. þær, sem n. flutti sem heild. En hv. 5. þm. Norðurl. e. var ókunnugt um það, þegar hann gekk frá sínum till., að meiri hl. n. mundi fallast á það, og er það þannig til komið, að till. er flutt af tveimur aðilum, en ekki um að ræða neitt kapphlaup um tillöguflutning.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til þess að ræða sérstaklega brtt. þær, sem stjórnarandstæðingar hafa flutt. Þær eru yfirleitt til verulegrar lækkunar á tollaákvæðum frá því, sem frv. gerir ráð fyrir. Og ástæðurnar fyrir því, að við í meiri hl. höfum ekki séð okkur fært að mæla með samþykkt slikra tillagna, eru aðallega tvenns konar: Í fyrsta lagi, og það er aðalatriðið, þá er bersýnilegt að okkar áliti, að ef tili. þessar væru samþykktar, þá væri stefnt að stórfelldum halla á ríkisrekstrinum, þar sem ekki er um það að ræða, að ríkissjóði v erði bætt upp tekjutapið með öðrum ráðstöfunum, og það teljum við að mundi vera algerlega óábyrg afstaða. Þó er það ekki þetta eitt, sem liggur því til grundvallar, að meiri hl, n. hefur ekki séð sér fært að mæla með frekari lækkun tolla en felst í brtt., sem hún gerir, og það er tillitið til íslenzka iðnaðarins.

Í því sambandi væri e.t.v. rétt að fara örfáum orðum um tili., sem hv. 5. þm. Norðurl. e. flytur, m.a. um verulega lækkun tollaákvæða á tilbúnum fatnaði. Ég tel þessa till. að vissu leyti merkari en við á um lækkunartill. stjórnarandstæðinga almennt, sem fluttar munu fyrst og fremst í áróðursskyni, vegna þess að fyrir þessari till. mætti færa fram skynsamleg efnahagsleg rök, sem ekki á í sama mæli við um flestar þær aðrar tili., sem hér er um að ræða. En það, sem ég á við með þessu, er það, að vitað er, að með þeim háu tollum, sem nú eru á fatnaði, er áreiðanlega talsvert um það, að fólk fari til útlanda, e.t.v. beinlínis í þeim erindagerðum að kaupa fatnað, auk þess sem þeir, sem til útlanda fara í öðrum erindum, nota sér vafalaust tækifærið til þess að fá þessa vöru ódýrari fyrir heimili sín heldur en þeir gætu með því að kaupa þær hér. Það gefur vitanlega auga leið, að fyrir utan það tekjutap, sem þetta veldur þeim aðilum, sem með þessar vörur verzla, kaupmönnum og kaupfélögum, er hér auðvitað um gjaldeyrissóun að ræða frá sjónarmiði þjóðarbúsins í heild, þar sem vörurnar eru keyptar á smásöluverði erlendis, sem gera má ráð fyrir að sé reiknað í erlendum gjaldeyri allt að því 50% hærra en ef varan er keypt af innlendum heildsala. Það mætti því út af fyrir sig færa fyrir því rök, að tolla á þessu væri hægt að lækka, án þess að af því leiddi tilsvarandi tekjutap fyrir ríkissjóðinn og kannske alls ekki neitt tekjutap. En ástæðan fyrir því, að meiri hl. n. telur samt ekki fært að fallast á þetta, er sú, að í þessu efni verður að taka tillit ekki eingöngu til ríkissjóðsins og afkomu hans, heldur líka til innlenda iðnaðarins. Á því sviði, sem ég áðan nefndi, hefur risið upp allumfangsmikill innlendur iðnaður, og það gefur auga leið, að ef þessi iðnaður yrði sviptur þeirri tollvernd, sem hann nú hefur, mundi það valda verulegum samdrætti þar og jafnvel atvinnuleysi. Ég nefni þetta aðeins sem dæmi um, að það er fleira en hagsmunir ríkissjóðsins, sem taka verður tillit til, ef fara á inn á þá braut að lækka tolla verulega frá því, sem nú er.

Fyrir aðdraganda þeirrar löggjafar, sem hér liggur fyrir, og þeim sjónarmiðum, sem henni liggja til grundvallar, var annars gerð svo ýtarleg grein í framsöguræðu hæstv. fjmrh. við 1. umr., að ég sé ekki ástæðu til þess að ræða þá hlið málsins nánar. Hins vegar vil ég, m.a. að gefnu tilefni í nál. hv. stjórnarandstæðinga, svo og í ræðum þeim, sem fluttar voru af þeirra hálfu við 1. umr., ræða nokkuð áhrif þeirrar stefnu, er með frv. og öðrum ráðstöfunum í tolla- og skattamálum hefur verið mörkuð á kjörtímabilinu, á efnahagskerfið og horfur í þeim efnum, eins og þær koma mér fyrir sjónir.

Tilgangur frv. er þríþættur. Í fyrsta lagi að gera framkvæmd tollheimtunnar einfaldari og fyrirhafnarminni, og mun ekki um það neinn ágreiningur hér í hv. d., að hér sé um að ræða spor í rétta átt, hvað sem öðru liður. En fyrir þessu atriði var að öðru leyti gerð svo nákvæm grein í framsöguræðu hæstv. fjmrh. við 1. umr., að ég sé ekki ástæðu til þess að ræða það frekar, enda er hér um atriði að ræða, sem allir samkv. áður sögðu munu vera sammála um að horfi til bóta. Annað atriðið er það, að með frv. svo og þeim breytingum, sem gerðar voru á tollunum í nóvember 1961, er stefnt að því að jafna tollana, ef svo mætti segja, eða lækka hæstu tollana, svo að bilið á milli einstakra tollaákvæða verði minna en það áður var. Og m.a. af þessu leiðir svo það þriðja, þar sem sú jöfnun, sem hér er um að ræða, er eingöngu framkvæmd á þann hátt, að hæstu tollarnir eru lækkaðir, að hlutdeild tollanna í heildarfjáröflun ríkissjóðs verður nokkru minni en áður var.

Tvö síðustu atriðin eru auðvitað stjórnmálalegs eðlis og því skiljanlegt að um réttmæti þeirra geti orðið skiptar skoðanir. Mér virðist líka af nál. hv. 5. þm. Norðurl. e., sem því miður er fjarstaddur á þessum fundi, að hann telji þá stefnu að jafna tollstigana andstæða hagsmunum alþýðu manna, því að það þýði tiltölulega lækkun tolla á munaðarvörum, en hækkun á nauðsynjavörum. Nú er það að vísu svo, að þær tölur, sem hv. þm. birtir í nál. sínu og eiga að vera því til sönnunar, að þetta frv. þýði lækkun tolla á munaðarvörum, en hækkun tolla á nauðsynjavörum, eru mjög villandi. Eins og menn sjá, þegar menn athuga þessar tölur, er það yfirleitt þannig um hækkanirnar, að þær eru mjög litlar, gerðar til samræmingar af tæknilegum ástæðum. Eina varan, þar sem um verulega hækkun er að ræða, eru tómatar, en eins og kunnugt er, mun vera sáralitið um innflutning þeirrar vörutegundar, því að neyzlunni innanlands mun að mestu eða jafnvel í flestum árum að fullu vera fullnægt með innlendri framleiðslu. Hvað lækkanirnar snertir, er það líka auðsætt af yfirlitinu í nái., að hér er yfirleitt um þýðingarlitlar vörutegundir að ræða, svo að þessar tölur eru í rauninni mjög villandi. Og í öðru lagi má benda á það, að þær tollalækkanir, sem hér er um að ræða og eru verulegar, þegar allt kemur til alls, þar sem tolltekjurnar koma óbreyttum innflutningi til þess að lækka um nær 100 millj., eru sem kunnugt er framkvæmdar á kostnað ríkissjóðs. Það er ekki um það að ræða, að tollar á öðrum stöðum hafi verið hækkaðir til þess að vega á móti þessu. Hitt er út af fyrir sig rétt, að þar sem tekjuþörf hins opinbera er að jafnaði óháð því, hvernig teknanna er aflað, má að jafnaði gera ráð fyrir því, að lækkun ákveðinna skatta og tolla geri nauðsynlega hækkun annarra skatta eða verði a.m.k. á kostnað þess, að ekki sé hægt að lækka aðra skatta, nema fært þyki að lækka tolla og skatta í heild.

Hæstv. fjmrh. benti annars réttilega á það í framsöguræðu sinni við 1. umr., að núgildandi tollalög eru fyrst og fremst miðuð við áhrif tollanna á vísitölu framfærslukostnaðar, og það sjónarmið, sem fyrst og fremst hefur legið að baki þessu, er það, að slíkar tollaálögur komi betur við hinar efnaminni stéttir þjóðfélagsins en hinar efnameiri. Að mínu áliti er það þó mjög hæpið, að vísitölustefnan, sem svo mætti nefna, í tollamálum geti náð þessum tilgangi, og má að mínu áliti benda á þrennt því til stuðnings.

Í fyrsta lagi er það þannig, að munurinn á neyzlu hinna efnaminni og hinna efnameiri er að jafnaði ekki fólginn í því, að það séu allt aðrar vörutegundir, sem efnafólk notar, heldur en þær, sem efnaminna fólk neytir. Sá munur, sem á neyzlunni er, kemur hins vegar fyrst og fremst fram í því, að hinir efnameiri nota meira magn af einstökum vörutegundum, og þó e.t.v. einkum í því, að gæðamunur er á þeim vörum, sem einkum eru notaðar af efnafólki annars vegar og hins vegar af hinum efnaminni. Þessu til skýringar er auðvitað auðveit að nefna óteljandi dæmi. Það munu t.d. vera flest heimili í landinu, hvort sem efnahagur þeirra er betri eða lakari, sem eiga útvarpstæki. Hins vegar má auðvitað gera ráð fyrir því, að efnafólk kaupi dýrari og vandaðri útvarpstæki en efnaminna fólk. Yfirleitt mun það líka vera þannig á flestum heimilum, að þar eru notuð gólfteppi, en munurinn á neyzluvenjum er þá fólginn í því, að efnaðri fjölskyldur kaupa dýrari og vandaðri gólfteppi en hinar efnaminni. Það er í fyrsta lagi þetta, að það má gera ráð fyrir því, að munurinn á neyzluvenjum sé ekki fólginn í því, að það séu mismunandi vörutegundir, sem notaðar eru, heldur notaðar mismunandi vörur hvað gæði snertir, sem torveldar það, að jafnvel þó að löggjafinn vildi hafa tollalöggjöfina þannig, að tollarnir bitni minna á hinum efnaminni, þá verður það erfitt í framkvæmd.

Hvað sem þessu atriði liður, þá má benda á tvenns konar óheppileg áhrif, sem það hlýtur að hafa, að tollstigarnir eru svo geysilega mismunandi sem verið hefur hér að undanförnu eða fram til þess, að hæstv. núv. ríkisstj. hefur hafizt handa um leiðréttingu í þessu efni.

Fyrra atriðið, sem mjög hefur borið á góma hér og ekki þarf að mínu áliti að ræða nánar, er smyglhættan, sem hlýtur að verða þeim mun meiri, því hærri sem tollstigarnir eru, og á þetta auðvitað sérstaklega við með tilliti til íslenzkra aðstæðna, því að vegna hinnar löngu strandlengju hér og strjálbýlis landsins hlýtur ávallt að vera mjög miklum erfiðleikum háð að fyrirbyggja smygl í stórum stíl, enda er sá árangur, sem orðið hefur af þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru í þessu efni í nóvember 1961, órækt vitni um það, að þeir hafa haft á réttu að standa, sem bentu á smyglhættuna, sem fylgdi hinum óhóflegu tollum á þær vörutegundir, sem taldar voru munaðarvörur.

Hitt atriðið er, að það verður nú einu sinni ekki hjá því komizt, að tollar, sem á eru lagðir, hafa tvenns konar áhrif. Í fyrsta lagi þau, sem til er ætlazt, að afla ríkissjóði tekna, en jafnhliða því hlýtur tollurinn auðvitað alltaf að verka sem verndartollur. Afleiðingin af þessu, að tollstigarnir eru svona mismunandi, þannig að til þessa hafa verið kannske allt að því 300% tollar á því, sem talið hefur verið til munaðarvarnings, er m.a. sú, sem ég vænti ekki að sé ágreiningur um að sé óæskileg, að starfsemi í landinu, sem fæst við að framleiða þær vörutegundir, sem um er að ræða, nýtur þeim mun meiri tollverndar, eftir því sem vörurnar eru óþarfari. Það má auðvitað um það deila, hve mikla tollvernd eigi að veita. En hitt held ég að geti varla verið álitamál, að það getur ekki verið skynsamlegt að slá því föstu sem almennri reglu, að eftir því sem framleiddur sé meiri óþarfi, eftir því eigi iðnaðurinn að njóta meiri tollverndar. En þetta hlýtur alltaf að verða bein afleiðing af þeim mjög mismunandi tollstigum, sem hér hafa verið.

Ég sagði áðan, að af lækkun tollanna leiddi það, að spor er stigið í þá átt að minnka hlutdeild aðflutningsgjalda í tekjuöflun ríkissjóðs. Ég tel þetta spor í rétta átt og álít, að taka beri á næstunni stærri skref í þá átt en nú hefur þótt fært að gera, því að hinir háu tollar hafa óheppileg áhrif á uppbyggingu atvinnuvega okkar og eru hindrun í vegi efnahagslegra framfara. Tel ég, að þetta mundi kleift, án þess að það hafi í för með sér tiltölulega meiri skattbyrði fyrir hinar efnaminni stéttir þjóðfélagsins, en það mundi þó leiða of langt að rekja það nánar í þessu sambandi. En þess ber að gæta í sambandi við þetta, að það er nú einu sinni þannig, að Rómaborg var ekki byggð á einum degi og stórfelldar breytingar, hvort sem er í tollamálum eða öðru, þó að þær séu út af fyrir sig til bóta, geta valdið slíkum röskunum, að heppilegt er og jafnvel óhjákvæmilegt, að slíkar breyt. séu gerðar í áföngum. Sem dæmi um þetta má aftur nefna, eins og ég þegar hef gert, tillitið til íslenzka iðnaðarins, sem óhjákvæmilega verður að hafa í huga, þegar slíkar breyt. eru gerðar.

Í nál. hv. 5. þm. Norðurl. e. gætir mikillar svartsýni um framtíðina. Virðist hann telja fyrirsjáanlegan halla á fjárl. og jafnvel gengislækkun fram undan. Sú hefur verið stefna hæstv. núv. ríkisstj. að leggja ekki á hærri tolla og skatta en nauðsynlegt er, og hefur því bæði nú og stundum undanfarin ár verið teflt á tæpt vað með afgreiðslu fjárl. Því skal engan veginn neitað, að þetta höfum við gert af ásettu ráði. Reynsla undanfarandi ára hefur samt sýnt það, að vegna góðrar afkomu atvinnuveganna hefur verið tekjuafgangur á fjárl. tvö undanfarin s.l. ár, og ég tel, að engin ástæða sé til að ætla annað, ef árferði verður ekki lakara á þessu ári en undanfarin tvö ár, en að afkoma ríkissjóðs þoli þá tekjuskerðingu, sem hér er um að ræða. En jafnvel þó að þetta brygðist, þá væri enginn stórfelldur skaði skeður fyrir efnahagskerfið, þó að eitt og eitt ár kynni vegna ófyrirsjáanlegra atvika að verða nokkurra tugmilljóna halli á fjárl. Vegna þess, hve óviss afkoma atvinnuvega okkar er, hlýtur alltaf að verða teflt í nokkra tvísýnu í því efni, ef þeirri stefnu er fylgt, sem stjórnarflokkarnir hafa gert, að leggja hverju sinni ekki á meiri tolla og skatta en brýna nauðsyn ber til. Hitt er svo annað mál, að ef samþykktar væru till. hv. stjórnarandstæðinga um lækkun á tollunum, þá væri suðvitað bersýnilega stefnt að miklum hallarekstri í ríkisbúskapnum, sem óhjákvæmilega mundi hafa mikil verðbólguáhrif og jafnvel hljóta að leiða til gengisfellingar eða hliðstæðra ráðstafana, og það er einmitt ein af meginástaeðunum fyrir því, að við, sem erum í meiri hl., höfum að svo stöddu ekki séð okkur fært að mæla með samþykkt þessara tillagna.

Að öðru leyti er það í sjálfu sér utan þess efnis, sem hér er til umr., að fara að ræða um líklega framvindu efnahagsmála hér á Íslandi. Um það mun ég því verða fáorður. En í tilefni af þeim hrakspám hv. 5. þm. Norðurl. e., sem hann bæði setti fram við 1. umr. þessa máls og í nál. sínu, þar sem hann telur óhjákvæmilega annaðhvort verulega hækkun skatta og tolla eða gengislækkun eða jafnvel hvort tveggja, þá get ég ekki stillt mig um að fara. um þetta örfáum orðum.

Ég fæ satt að segja ekki séð, að kvíða þurfi gengislækkun eða svipuðum ráðstöfunum að óbreyttum þeim kringumstæðum, sem nú eru í okkar efnahagslífi. Í þessu sambandi má minna á það, að aðstæðurnar og útlitið er allmjög ólíkt því nú, sem var um það leyti, sem vinstri stjórnin fór frá völdum. Þá var svo komið, fyrst og fremst vegna þeirrar skuldasöfnunar erlendis, sem orðið hafði á valdaárum hennar, að það var, ekki sízt að áliti vinstri stjórnarinnar sjálfrar og sérfræðinga hennar, óhjákvæmilegt að gera ráðstafanir til þess að skerða kjörin. Um það voru þeir flokkar sammála, sem að þeirri ríkisstj. stóðu, að slíkar ráðstafanir væru óhjákvæmilegar. Hins vegar komu þeir sér ekki saman um leiðirnar til þess að skerða kjörin, og það var ástæðan til þess, að stjórnin varð að hrökklast frá völdum. En vegna þeirra efnahagsráðstafana, sem gerðar hafa verið að tilhlutun núv. hæstv. ríkisstj., svo og þess, að síðustu tvö árin a.m.k. hafa aflabrögð verið hagstæð, þá hefur íslenzka þjóðin átt því að fagna undanfarin 2–3 ár, að það hefur verið um að ræða eðlilegan vöxt þjóðarteknanna, gagnstætt því, sem var á þeim tíma, þegar hafta og uppbótakerfið var ríkjandi, en það skapaði næstum algera stöðnun í hinni efnahagslegu þróun. Með tilliti til þessa, svo og þeirrar hagstæðu gjaldeyrisafkomu, sem nú er að fagna, þá er erfitt að koma auga á það, að um nokkra nauðsyn geti verið að ræða, að öðru óbreyttu, til þess að framkvæma gengislækkun og aðrar slíkar ráðstafanir. Ég tel því, að ummæli í þessa átt séu hrakspár einar.

Hitt er svo auðvitað annað mál, að ef til þess kemur í næstu framtið, að um verði að ræða mjög miklar almennar hækkanir kaupgjalds og annarra peningatekna umfram það, sem eðlilegur vöxtur framleiðslunnar getur staðið undir, þá mun auðvitað sama sagan endurtaka sig eins og oftar, að þær kjarabætur, sem af því leiðir í bili, hljóta með einhverju móti að renna út í sandinn, og geta þá orðið nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir meiri eða minni samdrátt í atvinnulífinu, en það er önnur hlið á þessu máll. Ef gengið er hins vegar út frá óbreyttum aðstæðum, sýnist engin ástæða til þess að telja hættu á gengislækkun. Og svo má að síðustu nefna það, að hér er önnur hætta fyrir hendi, sem ekki má loka augunum fyrir, en hún er sú, að hv. stjórnarandstæðingar öðlist aðstöðu til þess eftir kosningar þær, sem nú fara í hönd, að knýja fram sína stefnu, stöðnunar- og haftastefnuna, að meira eða minna leyti, og takist svo illa til, er ekki hægt að ábyrgjast það, að ekki kunni að draga að því, að óþægilegar ráðstafanir í efnahagsmálum kynnu að verða óumflýjanlegar, áður en langt um liði.