07.03.1963
Neðri deild: 50. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1475 í B-deild Alþingistíðinda. (1539)

125. mál, sala Utanverðuness í Rípurhreppi

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ætlun mín var nú ekki sú, að málinu yrði vísað aftur formlega til hv. n., og sá stuðningur, sem hefur komið fram við mína till., eða stuðningsmenn hennar, þeir sem hér hafa talað, leggja allt annað inn í till. en fyrir mér vakti, og úr því að hv. frsm. n. óskar eftir því, að málið nái fram að ganga og því verði ekki blandað við í önnur mál, þá get ég fallið frá mínum tilmælum og geri það hér með.

Ég skal svo ekkert blanda mér í umr. um efnishlið málsins. En ljóst er, að um það er mikill ágreiningur, og þá sennilega rétt, úr því að svo er, þá sé það mál afgreitt eitt út af fyrir sig og ekki blandað saman við önnur atriði.