18.03.1963
Sameinað þing: 40. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1976 í B-deild Alþingistíðinda. (1904)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

Fram. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf fyrir Óskar Jónsson, 2. varaþm. Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, en óskað er eftir því, að hann taki sæti 4. þm. Sunnl., Björns Fr. Björnssonar, sem getur ekki sinnt þingstörfum um tíma vegna anna heima fyrir. Fyrir liggur yfirlýsing frá 1. varamanni Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Helga Bergs, um það, að hann muni ekki geta tekið sæti á Alþingi fyrst um sinn vegna sjúkleika. Kjörbréfanefnd hefur ekkert fundið athugavert við framlögð gögn og mælir einróma með því, að kosning Óskars Jónssonar verði gild metin og kjörbréf hans samþykkt.