08.11.1962
Efri deild: 14. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í B-deild Alþingistíðinda. (236)

7. mál, Norðurlandasamningur um innheimtu meðlaga

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. í rúm 30 ár hefur verið í gildi samningur milli Norðurlandanna um innheimtu meðlaga, og var sá samningur löggiltur hér árið 1931 og nokkuð breytt árið 1953. Þessi samningur hefur nú verið endurskoðaður á vegum dómsmrn. allra Norðurlanda, og var hann undirritaður 23. marz 1962 í Osló. Breytingar, sem gerðar voru, varða fyrst og fremst framkvæmdaratriði, og miða þær að því að gera framkvæmdir til innheimtunnar einfaldari en verið hefur. Mál þetta, sem fjallar um staðfestingu á Oslóar-samningnum frá því í marz í vetur, hefur þegar verið til meðferðar í Nd. og hlaut þar einráma samþykki, og vil ég leyfa mér að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og nefndar.