13.03.1963
Sameinað þing: 38. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 481 í D-deild Alþingistíðinda. (3354)

184. mál, endurskoðun laga um byggingarsamvinnufélög

Fyrirspyrjandi (Jón Skaftason):

Herra forseti. Á þskj. 347 hef ég leyft mér að bera fram svofellda fsp. til hæstv. félmrh.:

„Hvað líður framkvæmd þál. frá 16. jan. 1961 um endurskoðun laga um byggingarsamvinnufélög?“

Þann 18. jan. 1981 var samþ. á hv. Alþingi till. til þál., þar sem skarað var á hæstv. ríkisstj, að láta fram fara endurskoðun á lögum um byggingarsamvinnufélög. Gerði till. ráð fyrir, að endurskoðun þessi færi fram í samráði við stærstu byggingarsamvinnufélög landsins.

Lögin um byggingarsamvinnufélög eru allgömul orðin, munu vera, frá 1952 og sum ákvæði þeirra laga eru úrelt ag ósanngjörn í garð félagsmanna byggingarsamvinnufélaga. Samkv. l. er gert ráð fyrir því, að félagsmenn byggingarsamvinnufélaga, sem ráðast í byggingarframkvæmdir, eigi kost á að fá ákveðna aðstoð af hálfu ríkisvaldsins. Sú aðstoð er í því fólgin, að þeir hafa fengið ríkisábyrgðir á lán fyrir hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. Meiri hefur aðstoð ríkisvaldsins ekki verið til þeirra. Hins vegar hafa kvaðir komið á móti, sem mörgum finnast æði ósanngjarnar. Þær eru aðallega í því fólgnar, að félagsmenn þessir, sem selja vilja íbúðir sínar, eru bundnir af ákvæðum l. um að selja þær eingöngu til félagsmanna. í sama byggingarfélagi og þeir eru sjálfir í og þá fyrir fastákveðið verð, sem er fundið þannig út, að til grundvallar er lagt kostnaðarverð íbúðarinnar, þegar hún var byggð, bætt við þeirri verðhækkun, sem orðið hefur, frá því að íbúðin var reist, samkv. byggingarvísitölu, og frá því dregin fyrning. Það verð, sem þannig fæst út, er oftast, ef ekki alltaf, þó nokkuð langt undir því verði, sem mundi fást fyrir íbúðir þessar, ef þær væru seldar á frjálsum markaði.

Ég held, að þegar hvort tveggja, er virt, kvaðir þær og réttindi, sem þessir félagsmenn öðlast með því að ganga í byggingarsamvinnufélög og reisa íbúðir á þeirra vegum, þá sé þar ekki um jafnræði að ræða á milli kvaðanna annars vegar og réttindanna hins vegar ríkisábyrgðin er að vísu hjálp við húsbyggjendur þessa út af fyrir sig, en hún kostar ríkisvaldið nánast ekkert. Öruggar tryggingar eru teknar fyrir ríkisábyrgðinni og ríkissjóður hefur allt til þessa. dags ekki orðið fyrir nefnum fjárhagstöpum vegna veittra ríkisábyrgða til byggingarsamvinnufélaga. Þessu til viðbótar hefur það svo gerzt fyrir tveimur árum eða þar um bil, að félagsmenn, sem byggja á vegum byggingarsamvinnufélaga og fá ríkisábyrgðir á lán til bygginganna, eru nú krafðir um 1% áhættugjald af ábyrgðarfjárhæðinni, sem innheimt er í ríkissjóð. Þegar á þetta er litið, virðist sú fyrirgreiðsla hins opinbera, sem ég áðan var að lýsa, engan veginn réttlæta þær kvaðir og þá takmörkun á frjálsum ráðstöfunarrétti íbúðareigenda þessara á íbúðum sínum, sem lögin gera ráð fyrir. A.m.k. tel ég óverjandi, að þeim kvöðum sé haldið áfram, eftir að búið er að greiða ríkisábyrgðarlánin upp að fullu. Ekki er heldur hægt að sjá, að almannalhagsmunir réttlæti þessar kvaðir, eða hví skyldi sá takmarkaði hópur íbúðareigenda, sem byggt hefur á vegum byggingarsamvinnufélaga, búa við lakari rétt en aðrir mm frjálsan ráðstöfunarrétt á íbúðum sínum.

Ýmislegt fleira gæti ég nefnt í löggjöfinni um byggingarsamvinnufélög, sem ástæða væri til að breyta, en ég mun ekki fjölyrða um það nú. Nú mun liðið talsvert á þriðja ár frá því, að þáltill. sú, sem ég vitnaði til áðan og fsp. þessi er risin út af, var samþ. hér á þingi, ag mætti því ætla, að endurskoðun þeirri, sem hún gerði ráð fyrir, sé lokið. Hins vegar hefur ekkert um þetta mál heyrzt, og talsverður hópur manna, bæði innan þings og utan, hefur áhuga á að vita, hver niðurstaða þeirrar endurskoðunar hefur orðið, ef henni er þá lokið.

Vegna þessa hef ég leyft mér að bera fram þessa fsp., og ég vænti þess, að hæstv. ráðh. veiti góð og ýtarleg svör við henni.