16.10.1963
Sameinað þing: 3. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2162 í B-deild Alþingistíðinda. (1618)

Olíugeymar í Hvalfirði

Utanrrh. (Guðmundur I. Guðmundsson):

Herra forseti. Það er aðeins ein setning. Það er að sjálfsögðu innanflokksmál Framsfl., til hvaða hluta ráðh. hans hafa fengið samþykki og til hvaða hluta ekki. Hitt er staðreynd, hvað gerðist í París haustið 1955 og fyrri part ársins 1956, og þær staðreyndir verða ekki misskildar. Það, sem ráðh. gerði þar, gerði hann í umboði sinnar ríkisstj. og fyrst og fremst þess flokks, sem bar ábyrgð á henni.