11.05.1964
Efri deild: 90. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2250 í B-deild Alþingistíðinda. (1776)

Þinghlé

forseti (SÓÓ):

Þetta mun verða síðasti fundur þessarar d. á þessu þingi, ef ekkert ófyrirséð kemur fyrir um afgreiðslu mála. Ég vil leyfa mér að þakka hv. þdm. fyrir sérstaklega góða og árekstralausa samvinnu á þessu þingi, sem nú er að ljúka. Ég vil þakka varaforsetum d. fyrir alla þá aðstoð, sem þeir hafa veitt mér við forsetastörfin. Ég vil þakka skrifurum d. fyrir stundvísi og gott starf. Þá vil ég þakka skrifstofustjóra Alþingis og fulltrúum hans fyrir ágætt samstarf, einnig öllu öðru starfsfólki þingsins. Ég óska utanbæjarmönnum góðrar ferðar heim, og öllum ykkur og fjölskyldum ykkar óska ég allra heilla. á nýbyrjuðu sumri. Megum við svo öll hittast heil á næsta hausti til þingstarfa á ný.