06.05.1964
Sameinað þing: 73. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 804 í D-deild Alþingistíðinda. (3235)

194. mál, bindindisfélög unglinga

Páll Þorsteinsson; Herra forseti. Till. sú, sem hér liggur fyrir, er flutt af hv. 1. þm. Vestf., Halldóri Kristjánssyni, og mér, en Halldór Kristjánsson sat hér um skeið á þingi sem varamaður og hefur nú vikið af þinginu, svo að ég mun hess vegna gera í fáum orðum grein fyrir þessu máli. Till. er svo hljóðandi:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frv. til 1., sem veiti félagssamtökum unglinga, sem hafa bindindi um nautn áfengis og tóbaks, rétt til að ráða sér leiðtoga á opinberan kostnað:

Það er öllum hv. þm. kunnugt, hvað áfengismálin eru orðin víðtækt og mikið vandamál með þjóðinni. Það hefur verið rætt nokkuð á þessu þingi og allmargar till. í því sambandi komið hér fram. Ég sé því ekki ástæðu til að ræða þetta vandamál almennt í sambandi við þá þáltill., sem hér liggur fyrir. Þetta vandamál verður áreiðanlega ekki leyst með einu úrraæði út af fyrir sig. Ég hygg, að það hljóti að þurfa að koma til ýmsar aðferðir, sem geti unnið að því að efla bindindi í landinu og draga úr því böli, sem áfengið veldur með þjóðinni. Og þar er áreiðanlega eitt áhrifaríkasta ráðið að stemma stigu við áfengisnautn ungmenna. Reynsla annarra þjóða, sem eiga við sama vandamál að stríða, bendir til þess. Þar sem útbreiðsluhættir og venjur tóbaksnautnar og drykkjuskapur barna og unglinga hafa verið rannsökuð, svo sem í Noregi og Svíþjóð, virðist það leiða í ljós, að félagshópurinn ræður mjög miklu. Í sumum bekkjum skóla eru reykingar t.d. næstum óþekktar eða alveg óþekktar, þó að aðrir bekkir séu undirlagðir þessari venju. Hið sama hefur komið í ljós hér á landi.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvað félög ungmenna, sem hafa viljað stuðla að bindindi meðal æskufólks, hafa komizt langt á þeirri braut að halda fullkominni reglu innan félagssamtakanna. Það virðist því augljóst, að þróttmikið og heilbrigt félagslif meðal unglinga geti valdið miklu um að vernda vaxandi kynslóð frá þeirri spillingu, sem hér er um að ræða. Nú er svo háttað, að hér á landi eru tvenn víðtæk félagasamtök æskumanna, sem hafa í lögum sínum persónulegt bindindi félagsmanna á tóbak og áfengi. Þetta eru Samband bindindisfélaga í skólum og æskulýðsfélög góðtemplarareglunnar, og nú er unnið að því að koma á samstarfi með þessum félagsheildum, og að mínum dómi má vænta mikils góðs af því. Þeim mun víðtækara sem samstarfið er að þessu leyti, þeim mun meiri árangurs má vænta.

Till. sú, sem hér er flutt, miðar að því, að félagssamtök, sem að þessu starfa, geti ráðið sér menn, sem þurfi ekki öðru að sinna en störfum fyrir þau, og að þeim verði goldið kaup af opinberu fé, enda er áfengissalan sú tekjulind fyrir ríkissjóð, að það ætti ekki að þurfa að sjá eftir þeim tiltölulega takmörkuðu fjármunum, sem til þessa færu, ef það gæti orðið til þess að draga úr áfengisnautn ungmenna og skapa skilning þeirra á reglusemi og bindindi. En einn maður, sem gegndi slíku starfi af áhuga og skyldurækni og helgaði sig þessu starfi, mundi geta haft mjög mikil og holl áhrif að þessu leyti. Hann yrði með unglingunum á fundum þeirra og skemmtunum og í ferðalögum með þeim. Og hann mundi vera í ráðum með þeim að velja sér verkefni og laða krafta þeirra til þroskandi starfa. Þetta yrði að dómi okkar flm. mjög góður þáttur í heilbrigðu þjóðaruppeldi.

Ég hef orðið þess var, að þessi till, hefur vakið nokkra athygli, síðan hún var lögð fram hér á hv. Alþingi. T.d. hafa verið lagðar inn á lestrarsal þingsins einar fjórar áskoranir frá einum fjórum aðilum um það, að þessi till. verði afgreidd jákvætt nú þegar á þessu þingi. Einn þessara aðila er Stórstúka Íslands, sem sendir bréf, dags. 13. apríl 1964, og þar er greint frá ályktun framkvæmdanefndar Stórstúku Íslands og er ályktunin svo hljóðandi:

„Framkvæmdanefnd Stórstúkunnar telur, að þáltill. um stuðning við bindindisfélög unglinga, sem Halldór Kristjánsson og Páll Þorsteinsson hafa lagt fram á Alþingi, mundi verða bindindisstarfseminni til mikils gagns, ef samþykkt yrði, og mælir eindregið með samþykkt hennar.“

Önnur umsögn er frá fundi sambandsstjórnar íslenzkra ungtemplara, en þar var gerð ályktun, sem send er með bréfi 4. apríl 1964, og er sú ályktun þannig:

„Sambandsstjórn íslenzkra ungtemplara fagnar fram kominni till. til þál. um stuðning við bindindisfélög unglinga, sem Halldór Kristjánsson og Páll Þorsteinsson hafa flutt á Alþingi, og skorar stjórn samtakanna eindregið á Alþingi að samþykkja till.

Þriðja umsögnin er frá aðalfundi Þingstúku Reykjavíkur, sem haldinn var 21. marz 1964, og er þar lýst ánægju yfir fram kominni till. til þál. um stuðning við bindindisfélög unglinga, og skorar fundurinn á Alþingi að samþ. till.

Og í fjórða lagi hefur borizt umsögn frá framkvæmdanefnd Umdæmisstúkunnar nr. 1, en hún gerði ályktun um málið fimmtudaginn 2. apríl 1964 og leggur eindregið til, að Alþingi samþykki þá þáltill., sem hér um ræðir.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál, en vænti góðs skilnings hv. þm. á þessari till. og legg til, að umr. verði frestað og málinu vísað til allshn. Ég veit að vísu, að það er orðinn stuttur tími eftir til starfa á þinginu og n. mun ekki geta varið miklum tíma til að athuga þetta mál, en ég vil láta það koma fram, að hv. allshn. hefur sýnt það, að hún hefur tekið röggsamlega á þeim málum nú á þessu þingi, sem til hennar hefur verið vísað, og vænti ég þess, að hún afgreiði þetta mál á þeim dögum, sem eftir eru af þinginu, svo að það geti fengið hér lokaafgreiðslu.