04.03.1964
Sameinað þing: 49. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 903 í D-deild Alþingistíðinda. (3366)

174. mál, skipting framkvæmdalánsins

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Hv. fyrirspyrjandi hefur rakið lagaákvæði um þetta mál og meginefni bréfs ríkisstj. til fjvn. 8. apríl 1963 um skiptingu framkvæmdalánsins í stórum dráttum, og get ég því sleppt að rekja það mál hér frekar. í fsp. er spurt annars vegar um það, til hvaða framkvæmda á vegum ríkisins hafi verið varið fé af þessu láni, og hins vegar, hve miklu hafi verið varið til annarra aðila. Varðandi fyrri fsp., um ráðstafanir til framkvæmda á vegum ríkisins, er þetta að segja:

I. Raforkuframkvæmdir:

1.

Til raforku- og jarðhitamála

vegna framkvæmda fyrir árslok

1962

40

millj. kr.

2.

Til raforkuframkvæmda á árinu

1963 í samræmi við 10 ára raf-

orkuáætlunina.

44

- -

3.

Til virkjunarrannsókna

6

— -

4.

Til byrjunarframkvæmda við

raforkuver.

20

- —

II.

Hafnargerðir.

a.

Til landshafnar í Rifi.

17

- -

b.

Til landshafnar f Keflavik

5

- —

III.

Fiskiðnaður:

Til síldarverksmiðja ríkisins

8.5

millj. kr.

Þetta er það fé, sem ráðstafað hefur verið til framkvæmda á vegum ríkisins.

Þá er 2. liður fsp. um það, hvað aðrir aðilar hafi fengið af þessu láni.

Það er í fyrsta lagi Sogsvirkjunin, til þess að ljúka stækkun Írafossstöðvar 10 millj. kr.

Í öðru lagi var ráðstafað til hafnargerða í heild 50 millj. kr.

Af því fóru, eins og áður er greint, 22 millj. kr. til landshafna. 16.2 millj. er enn þá óskipt milli einstakra hafna, en því, sem þá er eftir, sem er 21.8 millj., var úthlutað sem hér segir:

Árskógsstrandarhreppur

1

millj.

kr.

Bolungarvík

7.3

-

-

Reyðarfjörður

1.5

-

Dalvík

1.2

-

-

Eyrarbakki

500

þús.

-

Grundarfjörður

500

Grindavík

500

-

-

Haganesvík.

800

-

-

Hrísey

1

millj.

Húsavík.

1

-

Neskaupstaður.

500

þús.

Ólafsvík.

500

-

-

Sandgerði

500

-

Sauðárkrókur

1

millj.

-

Skagaströnd

500

þús.

Suðureyri

1

millj.

-

Tálknafjörður

1

-

-

Vestmannaeyjar

1

Þórshöfn

500

þús.

-

Samtals

21.8 millj. kr.

Í þriðja lagi, til fiskiðnaðar 50 millj. Af þessari fjárhæð var ráðstafað til síldarverksmiðja 41.3 millj. Af því gengu 81/2 millj. til síldarverksmiðja ríkisins og munu aðallega hafa verið notaðar til framkvæmda á Reyðarfirði og Seyðisfirði. Afganginum, 32.8 millj., var úthlutað sem hér segir:

Rauðka, Siglufirði

3

millj.

kr.

Hraðfrystihús Ólafsfjarðar.

1

Kveldúlfur h/f, Hjalteyri

3

-

-

Sandvík h/f, Bakkafirði

1

-

Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan,

Borgarfirði eystra

2

-

Hraðfrystihús Eskifjarðar

3

-

Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan,

Breiðdalsvík

2

-

-

Hraðfrystihús Vestmannaeyja.

11/2

-

-

Fiskimjölsverksmiðjan Vestmannaeyjum

1

millj.

kr.

Guðmundur Jónsson, Rafnkels-

stöðum

3

Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan,

Reykjavík.

2

-

-

Ólafsvík

Fiskimjölsverksmiðjan f

1

-

Dánarbú Þorbjörns Áskelssonar,

Patreksfirði.

1

-

-

Hraðfrystihús Tálknafjarðar

1

-

-

Hraðfrystihús Dýrfirðinga

500

þús.

-

Ísver h/f, Suðureyri

800

Síldarbræðslan h/f, Dalvik.

3

millj.

-

Einar Guðfinnsson, Bolungarvík

3

-

-

Samtals eru þetta 32.8 millj. kr.

Af áðurgreindum 50 millj. til fiskiðnaðar var einnig ráðstafað til fiskvinnslustöðva 8.7 millj. Þessum 8.7 millj, af enska láninu ásamt 12.3 millj. af öðru fé var úthlutað í einu lagi til 31 fiskvinnslustöðvar víðs vegar um land. Ekki liggur fyrir, hve mikið hver fiskvinnslustöð fékk af hvoru láninu um sig, og leiðir af því, að ekki er hægt að birta sundurliðun fyrir enska lánið sérstaklega varðandi þessar 8.7 millj. til fiskvinnslustöðva.

Eins og tekið var fram í bréfi fjmrh. 8. apríl 1963 til fjvn., voru varðandi úthlutun á þessum 50 millj. til fiskiðnaðar fengnar till. frá fulltrúum Seðlabankans, Landsbankans og Útvegsbankans.

Í fjórða lagi eru til iðnaðar 10 millj. kr. Hlutafélaginu Iðngörðum hefur verið úthlutað þessu fé til byggingar iðnaðarhúsahverfis í Reykjavík, en það lán hefur ekki verið afgreitt enn þá.

Þá er loks varðandi lánskjörin. Skuldabréf fyrir lánunum eru í sterlingspundum. Vextir af öllum lánunum eru 71/2 %. Hver lántaki greiðir við lántöku 11/2% af lánsupphæð í lántökugjald. Hafnarlánin eru til 20 ára og endurgreiðast með jöfnum hálfsárslegum greiðslum afborgana og vaxta, annuitet. Fyrsta afborgun greiðist 1. maí 1964, en fyrsta vaxtagreiðsla var 1. nóv. 1963. Lán til síldarverksmiðja og fiskvinnslustöðva eru til 10 ára, en endurgreiðast að öðru leyti eins og hafnarlánin. Raforkulánin eru afborgunarlaus til 1, maí 1967, en endurgreiðast frá og með þeim degi á 20 árum á sama hátt og um getur hér að framan um önnur lán. Til 1. nóv. 1966 greiðast vextir af raforkulánunum á sömu gjalddögum og að framan segir. Lánið til Sogsvirkjunarinnar er til 20 ára með 71/2% vöxtum.