08.05.1964
Efri deild: 85. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1190 í B-deild Alþingistíðinda. (850)

20. mál, loftferðir

Alfreð Gíslason:

Herra forseti. Ég flutti þessa brtt., 3. brtt. á þskj. 590, af því að ég taldi öruggt, að hér hlyti að vera um prentvillu að ræða. Nú hefur það verið athugað nánar á milli umr., og eftir því sem hv. frsm. n. segir, er þetta ekki talin prentvilla og ekki talið rangt. Ég tek fyllilega trúanlegt, að það hafi verið athugað af lögfróðum mönnum, og skal ég ekki deila frekar við dómarann í þessu efni. Ég hlýt þó að líta á þetta, eins og að nokkru leyti kom fram hjá hv. frsm., sem eitt af hinum undarlegu orðatiltækjum í þessu frv., og með tilliti til þess, að hér sé ekki um prentvillu að ræða, þá tek ég till. mína aftur.