30.04.1964
Efri deild: 77. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1211 í B-deild Alþingistíðinda. (887)

209. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Bjartmar Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja brtt. við lög um tekjustofna sveitarfélaga á þskj. 518. Þessi brtt. fjallar um greiðslur úr jöfnunarsjóði, en í gildandi lögum er svo kveðið á, að hámark framlaga úr jöfnunarsjóði til sveitarfélaga skuli vera 60% miðað við álögð útsvör, fasteignaskatta og aðstöðugjöld næsta ár á undan. Þetta ákvæði hefur valdið því undanfarið, að sum sveitarfélög hafa ekki náð fullu út úr jöfnunarsjóði miðað við íbúatölu í sveitarfélaginu, en eins og vitað er, er greitt eftir íbúatölu hvers sveitarfélags miðað við 1. des. árið áður. Þetta hefur þó ekki, að því er ég bezt veit, komið sveitarfélögum verulega illa, nema máske aðeins einstaka sveitarfélagi. En nú hygg ég, að það muni geta orðið mun meira, sem sveitarfélög fá í frádrátt vegna þessa ákvæðis, vegna þess að dýrtíð og allar greiðslur hafa hækkað svo mjög nú að undanförnu, að áætlanir um tekjur og gjöld sveitarfélaganna hljóta að hækka verulega, og þar með mundu viss sveitarfélög geta komið til með að fara sérstaklega illa út úr því, að miðað sé við næsta ár á undan.

Till. sú, sem ég flyt við 20. gr. 1., er í því fólgin, að miðað sé við útsvör, aðstöðugjöld og fasteignaskatta gjaldársins. Þó að ég segði það hér áðan, að þetta hefði ekki komið verulega að sök hingað til, veit ég þó þess dæmi, að litil sveitarfélög og mjög vanmegnug, sem ekki höfðu treyst sér til að leggja á nema fyrir brýnustu þörfum, hafa orðið af með dálítið fé vegna þessa ákvæðis. En ég held, að það sé sanngjarnt mjög að breyta þessu nú vegna þess stóra stökks, sem dýrtíð og aukin útgjöld í krónutölu hjá sveitarfélögunum hljóta að taka nú.

Ég vil taka það fram, að ég hafði hugsað mér að koma aths. um þetta efni á framfæri við þá n., sem fjallaði um málið, en hafði ekki aðstöðu til þess, áður en hún skilaði sínu áliti, vegna þess að ég var fjarverandi þá. En ég tel að sjálfsögðu mikinn vinning að því, að heilbr.- og félmn. hafi fjallað um þessa tili., áður en hún kemur endanlega til afgreiðslu, því að það er styrkur, ef hún sæi sér fært að mæla með henni, og þess vegna mun ég ekki leggja áherzlu á það, að atkvgr. fari fram um hana nú við þessa umr., heldur geyma það til 3. umr., ef heilbr: og félmn, sæi sér fært að taka nokkrar mínútur til að athuga till.

Ég held, að ég hafi þá ekki ástæðu til að ræða þetta mál meira. Ég tel talsvert miklu máli skipta, að þessi breyt. verði gerð nú til þess að fyrirbyggja, að ákvæði 20. gr. komi illa niður á vissum sveitarfélögum, einkum þeim, sem hafa litla getu, og ástæðan er aðallega sú, hversu nú hefur orðið mikil breyting á því, sem sveitarfélögin verða að leggja á, miðað við þarfir, frá því, sem þó hefur verið áður.

Ég vænti þess svo, að hv. heilbr: og félmn. vildi gera það að athuga till., áður en 3. umr. fer fram, og mun, eins og ég hef þegar sagt, ekki óska eftir því, að atkvgr. fari fram nú við þessa umræðu.