26.04.1965
Sameinað þing: 43. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2351 í B-deild Alþingistíðinda. (2124)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haldið fund til að athuga 2 kjörbréf, í fyrsta lagi kjörbréf Óskars E. Levys bónda að Ósum í V.-Húnavatnssýslu, sem er 2. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. v., en þess hefur verið óskað, að hann taki nú sæti á Alþ. í fjarveru sr. Gunnars Gíslasonar, 2. þm. Norðurl. v., og í öðru lagi kjörbréf Sigurðar Jóhannessonar verzlunarmanns á Akureyri, sem er 3. varaþm. Framsfl. í Norðurl. e., en þess hefur verið óskað, að hann taki nú sæti á Alþ. í fjarveru Gísla Guðmundssonar, hv. 3. þm. Norðurl. e. Fyrir liggur, eins og hæstv. forseti hefur lesið upp, tilkynning frá Hermanni Þórarinssyni, sem er 1. varaþm. Sjálfstfl. á Norðurl. v., um, að hann geti ekki mætt á Alþ., og sömuleiðis tilkynningar frá þeim Hirti Eldjárn, sem er 1. varaþm. Framsfl. í Norðurl. e., og Birni Stefánssyni, sem er 2. varaþm. Framsfl. í Norðurl. e., um, að þeir geti ekki tekið sæti á Alþingi nú.

Kjörbréfanefnd finnur ekkert athugavert við þessi tvö kjörbréf og leggur því einróma til, að þau verði samþ. og kosning þeirra Óskars E. Levys og Sigurðar Jóhannessonar verði tekin gild.