01.04.1965
Sameinað þing: 37. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í D-deild Alþingistíðinda. (2699)

100. mál, vegáætlun fyrir árin 1965--68

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég við lýsa ánægju minni yfir því, sem hæstv. samgmrh. sagði hér í ræðu sinni varðandi Reykjanesbrautina og áframhaldandi lagningu hennar. Eins og ráðh. gat um, hafa fjöldamargir, m.a. ýmsir þm. Reykjaneskjördæmis, lýst óánægju sinni yfir þeirri hugmynd, sem fram hefur komið, að malbika það, sem eftir er af Reykjanesbrautinni, í stað þess að steypa. Eftir að ráðh. hefur lýst yfir, að þetta mál sé enn til athugunar og engu föstu slegið um, hvor aðferðin verði viðhöfð, tel ég ekki ástæðu til þess að lengja umr. um þetta mál, þess vegna, en vonast fastlega eftir, að þegar þetta mál verður nánar skoðað, fái það þann endi, sem til stóð í upphafi, að slitlag Reykjanesbrautarinnar verði allt steinsteypt.