23.10.1964
Sameinað þing: 5. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 448 í B-deild Alþingistíðinda. (343)

1. mál, fjárlög 1965

Forseti (BF):

Umr. er hagað þannig, að fyrstur talar fjmrh. Gunnar Thoroddsen, og er ræðutími hans ekki takmarkaður. Síðan hafa fulltrúar annarra flokka en Sjálfstfl. til umráða 30 mín. hver í þessari röð: Framsfl., Alþfl., Alþb. Og að lokum hefur fjmrh. stundarfjórðung til andsvara. Ræðumenn auk fjmrh. Verða þessir: Eysteinn Jónsson af hálfu Framsfl., Birgir Finnsson af hálfu Alþfl. og Lúðvík Jósefsson af hálfu Alþb.

Nú hefst umr., og tekur hæstv. fjmrh., Gunnar Thoroddsen, til máls.