25.04.1966
Efri deild: 71. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1997 í B-deild Alþingistíðinda. (1305)

153. mál, Seðlabanki Íslands

Menntmrn. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá hv. Nd. og er eins konar fylgifrv. frv. um Framkvæmdasjóð Íslands. Í því frv., sem var til l. umr. rétt áðan í þessari hv. d., er gert ráð fyrir því, að hinn nýi Framkvæmdasjóður sé í vörzlu Seðlabankans, en með aðskildum fjárhag og bókhaldi. Þess vegna er nauðsynlegt að gera smávægilegar einfaldar breytingar á Seðlabankalögunum í samræmi við þetta, og það eitt er efni þessa frv.

Að svo mæltu leyfi ég mér, herra forseti, að leggja til, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.